Njósnarar Arsenal fylgjast með Yildiz og Chelsea gerði tilboð sem Juventus hafnaði - Reguilon er í viðræðum við Inter Miami
   mán 06. október 2025 13:34
Elvar Geir Magnússon
Vill sjá meira frá Alberti
Albert Guðmundsson hefur ekki verið að finna sig í upphafi tímabils.
Albert Guðmundsson hefur ekki verið að finna sig í upphafi tímabils.
Mynd: EPA
Fiorentina fer illa af stað á tímabilinu og er markatölunni frá fallsæti, lykilmenn hafa ekki verið að finna sig og þar á meðal er íslenski landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson.

Stefano Pioli, stjóri Fiorentina, sagði eftir 1-2 tap gegn Roma í gær að liðið þyrfti að fá meira frá Alberti en hann var tekinn af velli í hálfleik.

Albert átti ekki marktilraun þann tíma sem hann spilaði og komst ekkert í takt við leikinn. Umræða er um hvort Albert gæti misst byrjunarliðssætið hjá Fiorentina.

„Vonin er sú að í komandi landsleikjum Íslands gegn Úkraínu og Frakklandi geti hann fundið markaskorunarhæfileikana, sjálfstraustið og brosið aftur," segir á vefsíðunni firenzeviola.it.

Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari Íslands, sagði á fréttamannafundi í síðustu viku að hann ætlist til mikils af Alberti.

„Það hefur ekki verið að ganga sérstaklega vel hjá hans félagsliði en það er oft þannig að leikmenn taka það ekki með sér þegar þeir koma inn í hópinn. Það er eins og ferskir vindar og nýtt líf komi inn," sagði Arnar.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 6 5 0 1 12 6 +6 15
2 Roma 6 5 0 1 7 2 +5 15
3 Milan 6 4 1 1 9 3 +6 13
4 Inter 6 4 0 2 17 8 +9 12
5 Juventus 6 3 3 0 9 5 +4 12
6 Atalanta 6 2 4 0 11 5 +6 10
7 Bologna 6 3 1 2 9 5 +4 10
8 Como 6 2 3 1 7 5 +2 9
9 Sassuolo 6 3 0 3 8 8 0 9
10 Cremonese 6 2 3 1 7 8 -1 9
11 Cagliari 6 2 2 2 6 6 0 8
12 Udinese 6 2 2 2 6 9 -3 8
13 Lazio 6 2 1 3 10 7 +3 7
14 Parma 6 1 2 3 3 7 -4 5
15 Lecce 6 1 2 3 5 10 -5 5
16 Torino 6 1 2 3 5 13 -8 5
17 Fiorentina 6 0 3 3 4 8 -4 3
18 Verona 6 0 3 3 2 9 -7 3
19 Genoa 6 0 2 4 3 9 -6 2
20 Pisa 6 0 2 4 3 10 -7 2
Athugasemdir
banner