Norski miðjumaðurinn Martin Ödegaard verður frá í einhvern tíma vegna meiðsla sem hann varð fyrir í 2-0 sigri Arsenal gegn West Ham í gær.
Hann er með skaddað liðband á vinstra hné og er óljóst hversu lengi hann verður frá keppni. Það verða að minnsta kosti þrjár vikur en ef skaðinn er mikill þá gæti Norðmaðurinn verið frá keppni í allt að þrjá mánuði.
Hann er með hnéspelku og verður augljóslega ekki með Noregi í landsleikjahlénu.
Ödegaard spilaði fyrsta hálftímann gegn West Ham áður en hann þurfti að fara af velli vegna meiðslanna og bætti um leið úrvalsdeildarmet.
Hann er fyrsti leikmaður í sögu deildarinnar til að vera skipt af velli í fyrri hálfleik í þremur byrjunarliðsleikjum í röð. Það gerðist einnig í 5-0 sigri gegn Leeds United í ágúst og 3-0 sigri gegn Nottingham Forest í september.
Athugasemdir