Real Madrid undirbýr risatilboð í Rodri - Maguire orðaður við Sádi-Arabíu - Olise í stað Salah?
   sun 05. október 2025 20:04
Ívan Guðjón Baldursson
Tyrkland: Logi og félagar héldu hreinu gegn Fenerbahce
Mynd: EPA
Mynd: Galatasary
Fenerbahce fékk kjörið tækifæri til að minnka bilið á milli sín og Galatasaray í tyrknesku titilbaráttunni þegar liðið heimsótti Samsunspor í dag.

Galatasaray gerði jafntefli í gær og missti þannig af sínum fyrstu stigum á deildartímabilinu, en Fenerbahce tókst ekki að sigra sína viðureign.

Logi Tómasson lék allan leikinn í vinstri bakvarðarstöðunni hjá Samsunspor sem átti flottan leik og var óheppið að sigra ekki. Heimamenn voru sterkari aðilinn og gáfu varla færi á sér, en leiknum lauk með markalausu jafntefli.

Fenerbahce er í fjórða sæti, með 16 stig eftir 8 umferðir, þremur stigum fyrir ofan Loga og félaga.

Nélson Semedo, Milan Skriniar, Edson Álvarez og Marco Asensio voru meðal byrjunarliðsmanna í ógnarsterku liði Fenerbahce sem var heppið að sleppa með jafntefli.

Galatasaray gerði 1-1 jafntefli við stórlið Besiktas í gær eftir að hafa lent undir snemma leiks. Tammy Abraham tók forystuna fyrir Besiktas og svo lét Davinson Sánchez reka sig af velli fyrir brot sem aftasti varnarmaður.

Tíu leikmenn Galatasaray voru því einu marki undir en þeim tókst að gera verðskuldað jöfnunarmark í seinni hálfleik. Ilkay Gundogan skoraði það eftir stoðsendingu frá Lucas Torreira.

Galatasaray er með 22 stig eftir 8 fyrstu umferðir tímabilsins og lagði Liverpool að velli í Meistaradeild Evrópu á dögunum.

Fyrr í dag lék Andri Fannar Baldursson fyrstu 67 mínúturnar í 1-1 jafntefli hjá Kasimpasa gegn Konyaspor.

Samsunspor 0 - 0 Fenerbahce

Galatasaray 1 - 1 Besiktas

0-1 Tammy Abraham ('12)
1-1 Ilkay Gundogan ('55)
Rautt spjald: Davinson Sanchez, Galatasaray ('34)
Athugasemdir
banner