
Það er aðeins einn leikur á dagskrá í íslenska boltanum í dag, þar sem Valur tekur á móti Stjörnunni í efri hluta Bestu deildar kvenna.
Leikurinn er upp á stoltið þar sem liðin eru jöfn með 28 stig og eiga ekki möguleika á Evrópusæti.
Valur hefur átt mikið vonbrigðatímabil eftir að hafa barist um Íslandsmeistaratitilinn á undanförnum árum. FH og Þróttur R. tóku við hlutverki Vals í toppbaráttunni en náðu aldrei að jafna gífurlega öflugt lið Breiðabliks á stigum.
Besta-deild kvenna - Efri hluti
19:15 Valur-Stjarnan (N1-völlurinn Hlíðarenda)
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Breiðablik | 21 | 17 | 1 | 3 | 83 - 22 | +61 | 52 |
2. FH | 21 | 14 | 3 | 4 | 53 - 25 | +28 | 45 |
3. Þróttur R. | 21 | 13 | 3 | 5 | 40 - 30 | +10 | 42 |
4. Víkingur R. | 21 | 9 | 1 | 11 | 47 - 45 | +2 | 28 |
5. Valur | 20 | 8 | 4 | 8 | 31 - 31 | 0 | 28 |
6. Stjarnan | 20 | 9 | 1 | 10 | 36 - 41 | -5 | 28 |
Athugasemdir