Real Madrid undirbýr risatilboð í Rodri - Maguire orðaður við Sádi-Arabíu - Olise í stað Salah?
   sun 05. október 2025 11:06
Brynjar Ingi Erluson
„Erfitt að taka þessu en við vitum hvað við þurfum að gera“
Cody Gakpo skoraði eina mark Liverpool í tapinu gegn Chelsea
Cody Gakpo skoraði eina mark Liverpool í tapinu gegn Chelsea
Mynd: EPA
Hollenski vængmaðurinn Cody Gakpo segir Liverpool hafa verið óheppið í síðustu leikjum og að það sé eðlilegt að gengi liðsins sé gagnrýnt.

Liverpool tapaði þriðja leik sínum í röð í öllum keppnum er það laut í lægra haldi fyrir Chelsea, 2-1, á Stamford Bridge í gær.

Gakpo skoraði eina mark Liverpool í leiknum er hann jafnaði metin í síðari hálfleiknum, en brasilíska ungstirnið Estevao tryggði þeim bláu öll stigin með marki í blálokin.

„Það er erfitt að taka þessu. Við vorum að spila gegn ótrúlega góðu liði. Þeir skora frábært mark í fyrri hálfleik, en mér fannst leikurinn samt mjög jafn. Í seinni hálfleik berjum við fyrir að ná inn jöfnunarmarki og spiluðum aðeins betur en andstæðingurinn en þeir voru hættulegir í skyndisóknunum. Það er mjög erfitt að kyngja marki á síðustu mínútu leiksins,“ sagði Gakpo.

Hollendingurinn vill ekki kenna lágu sjálfstrausti um heldur segir hann að hlutirnir hafi bara ekki fallið með þeim í síðustu leikjum.

„Ég ætla ekki að segja að það vanti sjálfstraust. Ég skil hvað þú meinar, en hlutirnir eru bara ekki að falla með okkur. Hlutirnir voru kannski að gera það fyrir fimm leikjum síðan, en þetta er partur af fótboltanum. Við tökum þetta á kassann og höldum áfram að berjast.“

„Þegar þú spilar hjá svona stóru félagi þá er eðlilegt að segja að það sé ekki nógu gott að tapa þremur leikjum í röð. Við leikmennirnir vitum það og erum vel meðvitaðir um stöðuna. Við vitum hvað við þurfum að gera og það er að komast aftur á sigurbraut,“
sagði Gakpo.
Athugasemdir
banner