Real Madrid undirbýr risatilboð í Rodri - Maguire orðaður við Sádi-Arabíu - Olise í stað Salah?
   sun 05. október 2025 14:14
Brynjar Ingi Erluson
Vonar að Kane verði áfram hjá Bayern
Mynd: EPA
Christoph Freund, yfirmaður íþróttamála hjá Bayern, vonast til þess að Harry Kane framlengi samning sinn við þýska félagið.

Kane er 32 ára gamall og er nú á þriðja tímabili sínu með Bayern.

Hann hefur verið að raða inn mörkum með þýska liðinu, en framtíð hans er enn í umræðunni og talið að hann hafi áhuga á því að snúa aftur til Englands.

Samningur Kane rennur út 2027 en Freund bindur vonir við að Kane verði áfram hjá Bayern til margra ára.

„Báðir aðilar geta auðveldlega ímyndað sér að halda samstarfinu lengur en samningslok segja til um. Harry líður mjög vel í München og þess vonumst við til þess að hann verði áfram í München í nokkur ár til viðbótar,“ sagði Freund við Copa90.

Kane er kominn með 18 mörk í 10 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu og í heildina komið að 132 mörkum í aðeins 106 leikjum frá því hann gekk í raðir félagsins frá Tottenham.
Athugasemdir