Real Madrid undirbýr risatilboð í Rodri - Maguire orðaður við Sádi-Arabíu - Olise í stað Salah?
   sun 05. október 2025 13:53
Brynjar Ingi Erluson
Segir Caicedo besta miðjumann deildarinnar
Moises Caicedo er besti miðjumaðurinn að mati Neville
Moises Caicedo er besti miðjumaðurinn að mati Neville
Mynd: EPA
Sparkspekingurinn Gary Neville segir Ekvadorann Moises Caicedo vera besta leikmann ensku úrvalsdeildarinnar í augnablikinu, en þessi orð lét hann falla í hlaðvarpsþætti sínum í gær.

Caicedo kom til Chelsea frá Brighton fyrir rúmar 100 milljónir punda fyrir tveimur árum og spilað gríðarlega stórt hlutverk á miðsvæðinu frá komu sinni.

Hann hefur vaxið mikið undanfarin tvö ár og leiðir nú Chelsea-liðið inn í titilbaráttu.

Þessi varnarsinnaði miðjumaður hefur svo sannarlega sýnt að hann kann að skora mörk og gerði hann eitt í laglegri kantinum í gær í 2-1 sigrinum á Englandsmeisturum Liverpool sem var hans þriðja á þessu tímabili.

Caicedo lítur vel út og gengur Neville jafnvel svo langt að kalla hann besta leikmann deildarinnar.

„Ég ætla aðeins að fá að anda áður en ég segi þetta því ég er að reyna að hugsa hvaða leikmenn gætu barist við hann, en ég tel Caicedo vera besta miðjumann deildarinnar í augnablikinu og líður mér bara nokkuð vel með að segja það. Ég sit hérna og það er kominn október og held ég að við getum alveg sagt að hann sé besti miðjumaðurinn,“ sagði Neville.
Athugasemdir