Everton varð fyrsta liðið til að vinna Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili er liðin áttust við á Hill Dickinson-vellinum í Liverpool-borg í dag. Úlfarnir eru áfram í leit að fyrsta sigrinum og þá er sæti ástralska stjórans Ange Postecoglou orðið sjóðandi heitt eftir enn eitt tapið.
Úlfarnir klikkuðu á að ná í fyrsta sigurinn er liðið gerði 1-1 jafntefli við Brighton á Molineux.
Heimamenn komust yfir á 21. mínútu leiksins en boltinn barst til Marshall Munetsi í miðjum teignum eftir aukaspyrnu og hamraði hann boltanum í átt að marki. Verbruggen tókst að verja hann í þverslá, en varð fyrir því óláni að fá boltinn í bakið á sér og inn fyrir línuna.
Markið kom aðeins mínútu eftir að Vitor Pereira, stjóri Wolves, fékk rauða spjaldið fyrir að mótmæli.
Georgino Rütter fékk frábært færi til að jafna snemma í síðari hálfleiknum en Sam Johnstone var vandanum vaxinn í markinu og þá gat Jörgen Strand Larsen tvöfaldaði forystuna fyrir Wolves stundarfjórðungi fyrir leikslok en setti boltann í stöng.
Úlfarnir höfðu tvisvar sinnum tekið forystuna á þessu tímabili og glutrað því niður og greinilega var það fast í hausnum á þeim fyrir leikinn í dag því þegar nokkrar mínútur voru til leiksloka jafnaði Jan Paul van Hecke metin með skalla. Hornspyrna var tekin stutt út á Stefanos Tzimas sem kom með fastan bolta á miðjan teiginn sem Van Hecke þrumuskallaði í netið.
Grátlegt hjá Úlfunum sem bíða enn eftir fyrsta sigrinum. Liðið er áfram á botninum með 2 stig en Brighton í 12. sæti með 9 stig.
Villa á skriði
Donyell Malen skoraði tvívegis fyrir Aston Villa sem lagði nýliða Burnley að velli, 2-1, á Villa Park.
Hollendingurinn skoraði fyrra mark sitt á 25. mínútu eftir sendingu frá Boubacar Kamara og bætti síðan við öðru hálftíma fyrir leikslok með föstu skoti eftir stoðsendingu Morgan Rogers.
Franski miðjumaðurinn Lesley Ugochukwu minnkaði muninn fyrir Burnley á 78. mínútu með skalla eftir hornspyrnu en lengra komust nýliðarnir ekki.
Villa komið með tvo sigra í röð og sitja nú í 13. sæti með 9 stig en Burnley í 18. sæti með 4 stig.
Verður Ange látinn taka poka sinn?
Newcastle United vann 2-0 sigur á Nottingham Forest á St. James' Park.
Bruno Guimaraes skoraði fyrra mark Newcastle á 58. mínútu. Dan Burn vann boltann nálægt miðsvæðinu, færði hann á Guimaraes sem skoraði með frábæru skoti fyrir utan teig og yfir Matz Sels í markinu.
Heimamenn fengu vítaspyrnu á lokamínútunum er Elliot Anderson, fyrrum leikmaður Newcastle, braut klaufalega af sér í teignum eftir að hafa misst boltann frá sér. Nick Woltemade skoraði úr vítaspyrnunni sem var hans þriðja deildarmark á tímabilinu.
Newcastle komið upp í 11. sæti með 9 stig en vandræði Forest halda áfram. Ekkert hefur gengið síðan Ange Postecoglou tók við, en liðið er í 17. sæti með 5 stig.
Endurkoma hjá Everton og Palace ekki lengur taplaust
Everton vann 2-1 endurkomusigur á Crystal Palace á Hill Dickinson-leikvanginum í Liverpool og varð um leið fyrsta liðið til að vinna Palace í deildinni á tímabilinu.
Palace hefur litið mjög vel út undir stjórn Oliver Glasner og stefndi allt í að liðið myndi ná í þriðja sigur sinn á tímabilinu.
Daniel Munoz skoraði með skoti upp við nærstöng eftir hraða sókn og stóðu leikar þannig alveg fram að 75. mínútu er heimamenn í Everton fengu vítaspyrnu.
Maxence Lacroix braut á Tim Iroegbunam í teignum og skoraði Iliman Ndiaye úr vítaspyrnunni. Klaufalegt hjá Lacroix og átti þetta eftir að hafa enn meiri áhrif á gestina.
Jack Grealish, sem hefur heldur betur heillað síðan hann kom á láni frá Manchester City, skoraði sigurmarkið á þriðju mínútu í uppbótartíma.
Fyrirgjöfin kom frá hægri inn á teiginn á Beto sem stangaði boltann í átt að marki en Dean Henderson varði meistaralega frá honum. Munoz ætlaði að hreinsa boltanum frá, en hún fór af Grealish og upp í þaknetið.
Sérkennilegt sigurmark en Grealish og Everton kvarta ekki. Stórkostlegur sigur Everton sem kemur sér upp í 7. sæti með 11 stig á meðan Palace er í 5. sæti með 12 stig.
Palace er með 13 stig í 5. sæti á meðan Everton er í 10. sæti með 9 stig.
Wolves 1 - 1 Brighton
1-0 Bart Verbruggen ('21 , sjálfsmark)
1-1 Jan Paul van Hecke ('86 )
Aston Villa 2 - 1 Burnley
1-0 Donyell Malen ('25 )
2-0 Donyell Malen ('63 )
2-1 Lesley Ugochukwu ('78 )
Everton 2 - 1 Crystal Palace
0-1 Daniel Munoz ('37 )
1-1 Iliman Ndiaye ('76 , víti)
2-1 Jack Grealish ('90 )
Newcastle 2 - 0 Nott. Forest
1-0 Bruno Guimaraes ('58 )
2-0 Nick Woltemade ('84 , víti)
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Arsenal | 7 | 5 | 1 | 1 | 14 | 3 | +11 | 16 |
2 | Liverpool | 7 | 5 | 0 | 2 | 13 | 9 | +4 | 15 |
3 | Tottenham | 7 | 4 | 2 | 1 | 13 | 5 | +8 | 14 |
4 | Bournemouth | 7 | 4 | 2 | 1 | 11 | 8 | +3 | 14 |
5 | Man City | 7 | 4 | 1 | 2 | 15 | 6 | +9 | 13 |
6 | Crystal Palace | 7 | 3 | 3 | 1 | 9 | 5 | +4 | 12 |
7 | Chelsea | 7 | 3 | 2 | 2 | 13 | 9 | +4 | 11 |
8 | Everton | 7 | 3 | 2 | 2 | 9 | 7 | +2 | 11 |
9 | Sunderland | 7 | 3 | 2 | 2 | 7 | 6 | +1 | 11 |
10 | Man Utd | 7 | 3 | 1 | 3 | 9 | 11 | -2 | 10 |
11 | Newcastle | 7 | 2 | 3 | 2 | 6 | 5 | +1 | 9 |
12 | Brighton | 7 | 2 | 3 | 2 | 10 | 10 | 0 | 9 |
13 | Aston Villa | 7 | 2 | 3 | 2 | 6 | 7 | -1 | 9 |
14 | Fulham | 7 | 2 | 2 | 3 | 8 | 11 | -3 | 8 |
15 | Leeds | 7 | 2 | 2 | 3 | 7 | 11 | -4 | 8 |
16 | Brentford | 7 | 2 | 1 | 4 | 9 | 12 | -3 | 7 |
17 | Nott. Forest | 7 | 1 | 2 | 4 | 5 | 12 | -7 | 5 |
18 | Burnley | 7 | 1 | 1 | 5 | 7 | 15 | -8 | 4 |
19 | West Ham | 7 | 1 | 1 | 5 | 6 | 16 | -10 | 4 |
20 | Wolves | 7 | 0 | 2 | 5 | 5 | 14 | -9 | 2 |
Athugasemdir