Real Madrid undirbýr risatilboð í Rodri - Maguire orðaður við Sádi-Arabíu - Olise í stað Salah?
   sun 05. október 2025 13:00
Brynjar Ingi Erluson
Magnaður áfangi hjá Pickford
Mynd: EPA
Jordan Pickford, markvörður Everton á Englandi, er að spila sinn 300. deildarleik með liðinu gegn Crystal Palace í dag.

Pickford er uppalinn hjá Sunderland en spilað með Everton síðustu átta árin.

Á þessum tíma hefur hann verið fastamaður í markinu og einn af mikilvægustu mönnum liðsins.

Hann er að spila 300. deildarleik sinn með Everton í dag sem er afar merkilegur áfangi.

Pickford er annar enski markvörðurinn til þess að spila 300 leiki eða fleiri fyrir eitt félag í úrvalsdeildinni, en metið á David Seaman sem lék 325 leiki fyrir Arsenal.

Ef Pickford helst meiðslalaus mun hann slá met Seaman áður en tímabilinu lýkur.


Athugasemdir
banner