Real Madrid undirbýr risatilboð í Rodri - Maguire orðaður við Sádi-Arabíu - Olise í stað Salah?
   sun 05. október 2025 10:56
Brynjar Ingi Erluson
Sóknarmenn Liverpool „gagnslausir“ og Wirtz týndur
Florian Wirtz hefur ekki fundið sig í liði Liverpool
Florian Wirtz hefur ekki fundið sig í liði Liverpool
Mynd: EPA
Mohamed Salah hefur fengið gagnrýni fyrir frammistöðu sína
Mohamed Salah hefur fengið gagnrýni fyrir frammistöðu sína
Mynd: EPA
Gary Neville, sparkspekingur á Sky Sports, gagnrýnir miðjumenn og framherja Liverpool fyrir frammistöðu þeirra í 2-1 tapinu gegn Chelsea í gær, en þetta var þriðja tap Liverpool í röð í öllum keppnum.

Liverpool byrjaði tímabilið frábærlega ef horft er á stigafjölda en frammistaðan í sigurleikjunum var langt frá því besta.

Margir sáu það sem merki um meistarabrag að geta landað sigri í leikjum þar sem frammistaðan var ekkert sérstök, en nú hefur Liverpool tapað þremur í röð.

Neville kallaði sóknar- og miðjumenn Liverpool gagnslausa eftir frammistöðuna gegn Chelsea og þá hefur Florian Wirtz ekki heillað síðan hann kom til félagsins frá Bayer Leverkusen fyrir metfé.

„Ákefð vinnur leiki og lið sem líta út fyrir að vilja vinna leiki. Ég er ekki að segja að Liverpool hafi ekki reynt það því liðið var að reyna það, en ég var mjög vonsvikinn með frammistöðu þeirra eftir jöfnunarmarkið. Varnarleikur Liverpool hefur verið mikið til umræðu og réttilega, en það er ekki ástæða fyrir að liðið tapaði.“

„Þeir töpuðu þessum leik því mest skapandi leikmenn liðsins, miðjumennirnir og framherjarnir voru algerlega gagnslausir á síðasta þriðjungi vallarins á síðustu 15-20 mínútunum. Þeir gáfu frá sér boltann hvað eftir annað.“

„Þessi sóun hjá Gakpo og Salah. Wirtz hafði ekki hugmynd um hvernig hann átti að koma sér inn í leikinn á síðustu fimmtán mínútunum þegar leikurinn var undir og í raun að reyna að dekka Caicedo. Ég fylgdist mjög vel með Wirtz,“
sagði Neville.

Liverpool hefur nú landsleikjagluggann til að stilla saman strengi, en liðið er í öðru sæti aðeins stigi frá Arsenal sem er á toppnum.
Athugasemdir
banner
banner