Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 07. nóvember 2019 13:47
Magnús Már Einarsson
Hamren um Emil: Þetta hefur alltaf verið slæm staða
Icelandair
Emil Hallfreðsson.
Emil Hallfreðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson er ekki í landsliðshópnum sem mætir Tyrklandi og Moldóvu. Emil hefur verið án félags síðan samningur hans hjá Udinese rann út í sumar.

Hann hefur verið í landsliðshópnum í síðustu tveimur verkefnum og kom inn á sem varamaður í síðasta leik gegn Andorra. Hann er hins vegar ekki í hópnum núna.

„Ég hef alltaf sagt að þetta sé slæm staða. Þetta hefur verið slæm staða fyrir hann að vera ekki með félag," sagði Hamren um Emil í dag.

„Hann hefur gert þetta vel en hann hefur ekki æft með liði undanfarin mánuð. Á endanum getur þú ekki verið með þessa stöðu að menn séu félagslausir. Mér fannst hann vera mikilvægur i hinum verkefnunum en á endanum getur þú ekki valið hann."

Hægri bakvörðurinn Birkir Már Sævarsson dettur einnig úr hópnum síðan í síðasta verkefni.

„Síðast var Hörður (Björgvin Magnússon) meiddur og hann er kominn aftur núna. Það er ein af ástæðunum. Birkir er líka að glíma við meiðsli. Það eru því tvær ástæður fyrir þessu," sagði Hamren.
Athugasemdir
banner
banner
banner