Arsenal og Tottenham hafa áhuga á Kean - Man Utd sýndi Fermín López áhuga - Jota orðaður við Arsenal
   fim 07. desember 2023 19:36
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Colwill: VAR hefur eitthvað á móti mér
Mynd: Getty Images

Scott McTominay sá til þess að Man Utd lagði Chelsea í gær en hann skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri.


Levi Colwill varnarmaður Chelsea var hins vegar ekki sáttur með dómgæsluna í leiknum og segir að síðara markið hafi verið ólöglegt þar sem McTominay hafi brotið á honum í aðdragandanum.

„VAR hefur eitthvað á móti mér, ég veit ekki hvað ég hef gert þeim. Gegn Brighton reyndu þeir að gefa vítaspyrnu og þegar ég var togaður niður núna var ekkert gefið," sagði Colwill.

„Ef ég hefði togað hann svona niður hefðu þeir gefið vítaspyrnu, svo einfalt er það."


Athugasemdir
banner
banner
banner