Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
   fös 08. janúar 2021 10:00
Magnús Már Einarsson
Zidane í sóttkví
Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, er kominn í sóttkví eftir að aðili sem tengist honum greindist með kórónuveiruna.

Zidane fór sjálfur í kórónuveirupróf í gær og reyndist ekki smitaður.

Zidane fer í annað próf en spænska úrvalsdeildin hefur lokavald yfir því hvort hann fái að stýra Real Madrid gegn Osasuna á morgun.

Möguleiki er á að Zidane losni úr sóttkví ef hann greinist aftur neikvæður í næsta prófi.
Athugasemdir
banner
banner