Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mán 08. mars 2021 18:00
Victor Pálsson
Pirlo útskýrir bekkjarsetu Ronaldo
Mynd: Getty Images
Andrea Pirlo, stjóri Juventus, hefur útskýrt af hverju hann byrjaði með Cristiano Ronaldo á bekknum í sigri á Lazio um helgina.

Það vakti athygli þegar Ronaldo var á bekknum er Juventus vann mikilvægan 3-1 sigur á Lazio í toppbaráttunni.

Álagið hefur verið töluvert á Ronaldo síðustu vikur og ákváðu þeir í sameiningu að Portúgalinn myndi fá hvíld.

„Þetta gerðist eftir átta eða níu leiki í röð, við komumst að samkomulagi í vikunni. Það var búið að ákveða þetta," sagði Pirlo.

„Strákarnir gerðu það sem þeir þurftu að gera. Cristiano hefur nú þegar skorað 20 mörk og það var eðlilegt að hinir hafi skorað."

„Þegar þú lætur hann fá boltann þá er alltaf eitthvað sem getur gerst og oft ertu 1-0 yfir. Honum líður vel."
Athugasemdir
banner
banner