Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   lau 08. maí 2021 22:06
Anton Freyr Jónsson
Óskar Hrafn: Þetta er ekki byrjun sem menn ætluðu sér
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Leiknir Reykjavík og Breiðablik mættust á Domusnovavellinum í Breiðholti í kvöld og endaði leikurinn 3-3 í stórskemmtilegum fótboltaleik.

„Ég er bara sáttur með stigið úr því komið var að þá get ég ekki verið annað en það." voru fyrstu viðbrögð Óskars Hrafns Þorvaldssonar þjálfara Breiðabliks.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 3 -  3 Breiðablik

Breiðablik kemst yfir í leiknum en fær síðan þrjú mörk á sig. Hvað fór úrskeiðis hjá Breiðbliki þar?

„Mér fannst við spila mjög vel í fyrri hálfleik og vera einhverneigin með leikinn í höndunum. Einhverneigin var það okkar að koma þeim aftur inn í leikinn sem gerist síðan undir lok fyrrihálfleiks þegar þeir jafna, við gefum þeim það mark en stórglæsilegt mark en í aðdragandanum erum við klaufalegir."

Breiðablik er aðeins með eitt stig eftir fyrstu tvo leiki deildarinnar en liðið tapaði gegn KR í fyrstu umferð deildarinnar.

„Nei, þetta er ekki byrjun sem menn ætluðu sér en þetta er samt bara raunveruleikinn og úr því sem komið er þá er þetta niðurstaðan og það þýðir að hugsa um hvað við hefðum viljað eða ætlað okkur, við erum með eitt stig og vinnum út frá því og þurfum að mæta klárir í leikinn gegn Keflavík á Fimmtudaginn."

Viktor Karl Einarsson var ekki í leikmannahópi Breiðabliks í kvöld en hann er tæpur en ætti að vera klár þegar liðið mætir Keflavík í næstu umferð.

„Hann er bara tæpur og við ákváðum að taka ekki séns á honum. Hann er mikilvægur leikmaður og það hefði verið áhætta að láta hann spila í kvöld en hann verður klár á Fimmtudaginn gegn Keflavík."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner