Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   mán 08. maí 2023 09:00
Fótbolti.net
„Eins og samblanda af Vidic og Maldini þessa dagana“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hver hefur verið besti leikmaður Bestu deildarinnar hingað til? Tómas Þór Þórðarson telur að það sé varnarmaður Víkings.

„Besti leikmaður deildarinnar í þessum fyrstu fimm umferðum er Oliver Ekroth. Hann er einhver samblanda af Nemanja Vidic og Paolo Maldini þessa dagana," sagði Tómas í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 á laugardaginn.

Eroth er 31 árs sænskur miðvörður sem er á sínu öðru tímabili með Víkingi.

„Hann er á samningsári, hann er að spila fyrir samning hér eða erlendis. Miðað við hvað hann var semi vonbrigði í fyrra, sérstaklega í svona minni leikjum þar sem hann virtist ekki hafa einbeitingu en var frábær í Evrópuleikjunum."

„Hann er bara eitthvað bull núna, hann er að tuska menn til og það er enginn sem á roð í hann. Gæinn er búinn að vera gjörsamlega trylltur," segir Tómas.

Víkingur hefur aðeins fengið á sig eitt mark í fimm leikjum í upphafi tímabils í Bestu deildinni en liðið leikur gegn ÍBV í 6. umferðinni, klukkan 18 í kvöld í Vestmannaeyjum.
Útvarpsþátturinn - Lengjudeildin hafin og spenna í Bestu
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner