Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 08. júní 2021 19:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arsenal að selja tvo til að safna fyrir Neves
Gylfi Þór Sigurðsson reynir hér að ná boltanum af Ruben Neves.
Gylfi Þór Sigurðsson reynir hér að ná boltanum af Ruben Neves.
Mynd: Getty Images
Mourinho vill fá Xhaka til Roma.
Mourinho vill fá Xhaka til Roma.
Mynd: Getty Images
Granit Xhaka og Hector Bellerin eru að færast nær útidyrahurðinni hjá Arsenal.

Það er Daily Mail sem segir þetta. Vefmiðillinn Goal segir jafnframt að Xhaka gæti verið á leið til Roma. Arsenal vill fá 20 milljónir punda fyrir fyrrum fyrirliða sinn.

Samkvæmt Sky á Ítalíu þá vill Unai Emery, fyrrum stjóri Arsenal, fá hægri bakvörðinn Bellerin til Villarreal. Hann hefur einnig verið orðaður við Atletico Madrid og Sevilla.

Bellerin, sem er 26 ára, átti ekki gott tímabil með Arsenal en hann hefur ekki náð að fylgja eftir góðri byrjun sinni með aðalliði félagsins fyrir nokkrum árum síðan.

Arsenal er að reyna að fá pening inn á bankabókina til að kaupa Ruben Neves, miðjumann Wolves. Hann er talinn kosta á bilinu 35-40 milljónir punda.

Rúnar Alex Rúnarsson er á mála hjá Arsenal og hann var spurður út í framtíð sína á blaðamannafundi á dögunum. Fréttamaður Fótbolta.net spurði hann hvort það væri búið að láta hann vita með hlutverk sitt fyrir næsta tímabil.

Því svaraði hann: „Eins og staðan er núna, þá eru bara ég og Leno í aðalliðshópnum. Við sjáum hvað gerist á næsta tímabili, hvort ég fari á láni eða verði í því að hlutverki að vera varamarkvörður eða þriðji markvörður. Ég sakna þess að spila, ég viðurkenni það. Ég tek þessu bara eins og það kemur."

Sögur eru um að Bernd Leno vilji fara frá Arsenal, það kemur fram hjá Daily Mail.

Leikmannahópur Arsenal gæti tekið nokkrum breytingum fyrir næsta tímabil en tímabilið var mjög slakt hjá félaginu. Arsenal verður ekki í Evrópukeppni á næsta tímabili eftir að hafa endað í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner