Mainoo fær nýjan samning - Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
   fim 08. júní 2023 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Liverpool ræðir við Khephren Thuram og Manu Koné
Khephren Thuram er algjör lykilmaður á miðjunni hjá Nice. Hann er varnarsinnaður miðjumaður að upplagi en getur einnig spilað á vinstri kanti.
Khephren Thuram er algjör lykilmaður á miðjunni hjá Nice. Hann er varnarsinnaður miðjumaður að upplagi en getur einnig spilað á vinstri kanti.
Mynd: EPA

Liverpool festi kaup á argentínska miðjumanninum Alexis Mac Allister í dag en ætlar að bæta fleiri miðjumönnum við hópinn sinn í sumar.


Það eru nokkrir leikmenn á óskalistanum en Fabrizio Romano greinir frá því að Liverpool sé í viðræðum við umboðsmenn frönsku miðjumannanna Manu Koné og Khephren Thuram, sem eru báðir 22 ára gamlir.

Kone er mikilvægur hekkur í liði Borussia Mönchengladbach í Þýskalandi auk þess að eiga 20 leiki að baki fyrir yngri landslið Frakka. 

Thuram er lykilmaður hjá Nice í franska boltanum og á einn leik að baki fyrir A-landslið Frakka, eftir að hafa spilað 47 sinnum fyrir yngri landsliðin.

Liverpool hefur verið orðað við ýmsa miðjumenn síðustu viku en Thuram og Kone eru taldir líklegastir til að skipta yfir til félagsins ef samkomulag næst um kaupverð.


Athugasemdir
banner
banner
banner