Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fös 08. júlí 2022 21:25
Brynjar Ingi Erluson
„Held að þetta sé besta íslenska lið sem ég hef séð"
Icelandair
Íslenska liðið er sterkara en áður
Íslenska liðið er sterkara en áður
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Liðið á hreinan úrslitaleik við Belgíu
Liðið á hreinan úrslitaleik við Belgíu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland tapaði 3-0 fyrir Austurríki í lokaleiknum á EM 2017
Ísland tapaði 3-0 fyrir Austurríki í lokaleiknum á EM 2017
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska kvennalandsliðið hefur Evrópumótið gegn Belgíu í D-riðlinum á sunnudag en leikurinn er spilaður á akademíuvelli Manchester City. Liðið byrjar á hreinum úrslitaleik.

Ísland er í afar erfiðum riðli og má segja að Belgía sé slakasta liðið af þeim þremur andstæðingum sem Ísland mætir.

Það er því ofboðslega mikilvægt að sækja sigur, því það myndi gefa liðinu mikið fyrir leikina tvo gegn Ítalíu og Frakklandi.

Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson og Sæbjörn Steinke ræddu málin í Innkastinu, en Guðmundur fór aðeins yfir belgíska liðið og mikilvægi leiksins.

„Þær eru með ofboðslega góða leikmenn inn á milli og kannski best er Tessa Wullaert sem er í Fortuna Sittard í Hollandi. Hún var að spila með Manchester City og Wolfsburg og er bara rosalega góð. Þær eru margar að spila í Belgíu þannig ég myndi halda að okkar bestu séu betri en þeirra bestu," sagði Guðmundur.

„Ég held að þetta sé besta íslenska landslið sem ég hef séð og þá hljóta væntingarnar að vera að fara upp úr þessum riðli, þó hann sé mjög erfiður."

„Liðið hefur talað um það að fyrsta markmiðið er að vinna leik. Ég myndi segja að við þurfum eitt stig í viðbót til að fara upp úr þessum riðli en ef við förum inn í þennan Belgíuleik og töpum, þá myndi ég ganga svo langt að segja að það sé 'disaster' fyrir framhaldið. Því við erum að fara mæta Ítalíu og svo Frakklandi, þannig lykillinn liggur svolítið í þessum Belgíuleik að gera vel þar,"
sagði hann ennfremur.

Vilja bæta upp fyrir EM 2017

Íslenska liðið reið ekki feitum hesti á Evrópumótinu í Hollandi fyrir fimm árum. Liðið hafði spilað vel gegn Frökkum í fyrsta leiknum en sigurmark úr vítaspyrnu setti móralinn á hliðina og var því erfiður róður framundan. Liðið tapaði því næst fyrir Sviss, 2-1, og endaði mótið með 3-0 tapi fyrir Austurríki.

„Við erum að byrja á úrslitaleik og þurfum að minnsta kosti að fá eitt stig úr honum. Sérð hvernig mótið byrjaði 2017. Við unnum allan leikinn á að fá eitthvað úr honum en töpuðum í lokin og það drepur móralinn."

„Maður finnur það á hópnum núna að þær muna eftir þessu og vilja bæta upp fyrir þetta og gera betur en þá."


Elvar Geir hefur mikla trú á hópnum, sem er sterkari en hann var árið 2017.

„Hópurinn er sterkari og það eru miklu fleiri leikmenn sem eru í atvinnumennsku erlendis en þá. Fagmennskan í utanáhaldinu er svipuð og var mjög mikil í Hollandi. Erum með sama aðstoðarþjálfara og með Frey Alexandersson sem þjálfara sem er mikill fagmaður í því sem hann gerir og nú erum með annan fagmann við stjórnvölinn," sagði Elvar í lokin.
EM Innkastið - McLeigubíll, lífið í Crewe og byrjunarlið Íslands
Athugasemdir
banner
banner
banner