Heimild: mbl.is

Cecilía Rán Rúnarsdóttir er á leið til Inter en það er Víðir Sigurðsson á mbl.is sem greinir frá tíðindunum í dag. Cecilía er tvítugur markvörður sem verður 21 árs seinna í þessum mánuði.
Víðir segir að lánssamningur milli Bayern Munchen og Inter sé í höfn en Cecilía er samningsbundinn þýsku meisturunum og hefur verið frá árinu 2021. Núgildandi samningur við Bayern gildir fram á sumarið 2026.
Víðir segir að lánssamningur milli Bayern Munchen og Inter sé í höfn en Cecilía er samningsbundinn þýsku meisturunum og hefur verið frá árinu 2021. Núgildandi samningur við Bayern gildir fram á sumarið 2026.
Cecilía meiddist síðasta haust og var nánast allt tímabilið fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Hún sneri til baka í byrjun maí, var með í síðasta landsliðsverkefni og er í hópnum fyrir komandi landsleiki gegn Þýskalandi og Póllandi.
Inter endaði í 5. sæti ítölsku deildarinnar á síðasta tímabili. Cecilía verður annar Íslendingurinn til að spila með Inter því Anna Björk Kristjánsdóttir var leikmaður liðsins í tvö ár; yfirgaf félagið síðasta sumar og samdi við Val.
Athugasemdir