De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   mán 08. júlí 2024 11:28
Elvar Geir Magnússon
Verðandi leikmaður Chelsea óstöðvandi í Brasilíu
Hinn 17 ára gamli Estevao Willian hefur farið með himinskautum með Palmeiras í Brasilíu en eftir ár, þegar hann verður 18 ára gamall, mun hann ganga í raðir Chelsea.

Chelsea virðist hafa krækt í leikmann sem gæti orðið einn sá besti í heiminum en hann hefur skorað ellefu mörk fyrir Palmeiras á þessu tímabili. Í síðustu tveimur deildarleikjum heur hann skorað tvö geggjuð mörk.

Hann sýndi hæfileika sína með frábæru marki í 2-0 sigri gegn Bahia. Rogeri Ceni, stjóri Bahia, sagði strax eftir markið þar sem hann stóð á hliðarlínunni: 'Það er ekki fokking hægt að stöðva þennan gæja".

Stuðningsmenn Chelsea eru skiljanlega afskaplega spenntir en Chelsea staðfesti í síðasta mánuði að þeir hefðu tryggt sér leikmanninn.


Athugasemdir
banner