Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fim 08. ágúst 2024 20:12
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sambandsdeildin: Víkingur nýtti ekki mikla yfirburði
Valdimar Þór setur boltann í netið
Valdimar Þór setur boltann í netið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingur R. 1 - 1 Flora Tallinn
0-1 Mark Anders Lepik ('21 , víti)
1-1 Valdimar Þór Ingimundarson ('40 )
Lestu um leikinn


Víkingur var með þónokkra yfirburði en niðurstaðan var aðeins jafntefli þegar liðið fékk Flora frá Eistlandi í heimsókn í kvöld í forkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld.

Víkingur var nálægt því að ná forystunni eftir vandræðagang í vörn gestanna. Þeir ætluðu að hreinsa boltann frá en það fór ekki betur en svo að boltinn fór í varnarmann en þeim tókst að bjarga á síðustu stundu.

Gestirnir náðu svo forystunni þegar Ingvar Jónsson gerðist brotlegur innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Mark Anders Lepik skoraði að öryggi úr vítinu.

Valdimar Þór Ingimundarson jafnaði metin af miklu harðfylgi fyrir lok fyrri hálfleiks. 

Víkingur fékk mörg tækifæri til að skora sigurmarkið í seinni hálfleik. Valdimar var nálægt því að tryggja liðinu sigur þegar hann kom tánni í boltann eftir sendingu inn á teiginn frá Helga Guðjónssyni en Evert Grünvald varði stórkostlega í marki Flora.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner