Brasilíski markvörðurinn Neto er kominn aftur heim til Brasilíu þar sem hann gerir tveggja ára samning við Botafogo með möguleika á hálfs árs framlengingu.
Þar verður hann samherji leikmanna á borð við Danilo, Arthur Cabral, Alex Telles og Joaquín Correa.
Neto er 36 ára gamall og var hjá Arsenal á lánssamningi á síðustu leiktíð frá Bournemouth. Hann fékk aðeins að spila einn leik undir stjórn Mikel Arteta.
Þar áður hafði Neto verið aðalmarkvörður Bournemouth í tvö ár, eftir þriggja ára dvöl sem varamarkvörður fyrir Barcelona.
Neto hefur einnig komið við hjá Fiorentina, Juventus og Valencia auk þess að eiga einn A-landsleik að baki. Samkeppnin um landsliðssæti hefur verið afar erfið fyrir Neto í gegnum árin enda eru samlandar hans Alisson Becker og Ederson markverðir í heimsklassa.
Neto fer til Botafogo á frjálsri sölu og mun berjast við Léo Linck eða John Victor um markmannsstöðuna. Victor virtist vera á leið til West Ham þar til í gær en það eru fleiri félög í Evrópu sem hafa áhuga á að kaupa hann.
Hamrarnir eru ekki langt frá því að festa kaup á Mads Hermansen fyrir um 20 milljónir punda. Hann yrði fimmti leikmaðurinn til að vera fenginn inn fyrir aðalliðið í sumar eftir Kyle Walker-Peters, Callum Wilson, El Hadji Malick Diouf og Jean-Clair Todibo.
Hermansen getur búist við að berjast við Alphonse Areola um sæti í byrjunarliðinu ef franski Filippseyingurinn verður ekki seldur burt á næstu vikum.
07.08.2025 18:13
Markvörður Leicester á leið til West Ham
O DVD do homem tá na sua timeline! Dá o play e confira os lances do nosso novo reforço! Pra cima, Neto! ?????? #VamosBOTAFOGO pic.twitter.com/e0xu9bMBTr
— Botafogo F.R. (@Botafogo) August 8, 2025
Athugasemdir