Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
banner
   lau 08. september 2018 20:09
Stefán Marteinn Ólafsson
Rafn Markús: Það er auðvelt að segja að þetta séu bara þrjú stig en þetta eru þrjú risastig
Rafn Markús Vilbergsson Þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson Þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Frábær sigur, við vorum ákveðnir í því í dag að mæta bara tilbúnir til leiks og ætluðum okkur stóra hluti í dag og vorum þéttir, spiluðum vel og fengum bara urmul af færum og í raun bara ótrúlegt miðað við aðra leiki Njarðvíkur í sumar að fá átta eða níu dauðafæri en það þurfti samt að búa til spennu í lokin en frábær sigur." Sagði Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigur þeirra á Magna.

Lestu um leikinn: Njarðvík 2 -  1 Magni

Njarðvíkingar fengu magnaða Magnamenn í heimsókn í dag og buðu upp á ágætis skemmtun í 2-1 sigri í dag. Gríðarlega mikilvæg þrjú stig fyrir heimamenn og má í raun fara tala um að Njarðvíkingar séu svo gott sem sloppnir.
„Jájá það er auðvelt að segja að þetta séu bara þrjú stig en þetta eru þrjú risastig afþví þetta eru stigin sem að við mögulega þurfum í að ná markmiðum okkar, markmiðið var að halda okkur í deildinni og festa okkur í sessi hérna og ég held að þetta hafi verið vonandi það púsl sem við þurfum í það."

Magnamenn pressuðu svolítið á Njarðvíkinga undir lok leiks og miðað við sögu Njarðvíkinga í sumar hlítur þetta að hafa verið léttir að ná að halda þetta út og heyra lokaflautið.
„Eftir að við fáum þarna dauðafæri og þeir skora að þá eru þarna sjö-átta mínútur eftir og þá pressuðu þeir vel á okkur. Já flautið hjá dómaranum var sveitt sæti i dag og var óvenju sætt að heyra í dag."

Njarðvíkingar fara næst á Ólafsvík þar sem þeir sækja Víkinga heim en svo gæti farið að það skipti ekki máli hvernig fari í þeim leik til að verða endanlega búnir að tryggja sætið sitt að ári en er ekkert erfiðara að gíra menn upp í þannig stöðu?
„Alls ekki, ég held að það sé bara gaman að fara þangað og spila og ég að það verði bara alls ekki erfitt."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner