Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   lau 08. september 2018 20:09
Stefán Marteinn Ólafsson
Rafn Markús: Það er auðvelt að segja að þetta séu bara þrjú stig en þetta eru þrjú risastig
Rafn Markús Vilbergsson Þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson Þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Frábær sigur, við vorum ákveðnir í því í dag að mæta bara tilbúnir til leiks og ætluðum okkur stóra hluti í dag og vorum þéttir, spiluðum vel og fengum bara urmul af færum og í raun bara ótrúlegt miðað við aðra leiki Njarðvíkur í sumar að fá átta eða níu dauðafæri en það þurfti samt að búa til spennu í lokin en frábær sigur." Sagði Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigur þeirra á Magna.

Lestu um leikinn: Njarðvík 2 -  1 Magni

Njarðvíkingar fengu magnaða Magnamenn í heimsókn í dag og buðu upp á ágætis skemmtun í 2-1 sigri í dag. Gríðarlega mikilvæg þrjú stig fyrir heimamenn og má í raun fara tala um að Njarðvíkingar séu svo gott sem sloppnir.
„Jájá það er auðvelt að segja að þetta séu bara þrjú stig en þetta eru þrjú risastig afþví þetta eru stigin sem að við mögulega þurfum í að ná markmiðum okkar, markmiðið var að halda okkur í deildinni og festa okkur í sessi hérna og ég held að þetta hafi verið vonandi það púsl sem við þurfum í það."

Magnamenn pressuðu svolítið á Njarðvíkinga undir lok leiks og miðað við sögu Njarðvíkinga í sumar hlítur þetta að hafa verið léttir að ná að halda þetta út og heyra lokaflautið.
„Eftir að við fáum þarna dauðafæri og þeir skora að þá eru þarna sjö-átta mínútur eftir og þá pressuðu þeir vel á okkur. Já flautið hjá dómaranum var sveitt sæti i dag og var óvenju sætt að heyra í dag."

Njarðvíkingar fara næst á Ólafsvík þar sem þeir sækja Víkinga heim en svo gæti farið að það skipti ekki máli hvernig fari í þeim leik til að verða endanlega búnir að tryggja sætið sitt að ári en er ekkert erfiðara að gíra menn upp í þannig stöðu?
„Alls ekki, ég held að það sé bara gaman að fara þangað og spila og ég að það verði bara alls ekki erfitt."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner