Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
   lau 08. september 2018 20:09
Stefán Marteinn Ólafsson
Rafn Markús: Það er auðvelt að segja að þetta séu bara þrjú stig en þetta eru þrjú risastig
Rafn Markús Vilbergsson Þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson Þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Frábær sigur, við vorum ákveðnir í því í dag að mæta bara tilbúnir til leiks og ætluðum okkur stóra hluti í dag og vorum þéttir, spiluðum vel og fengum bara urmul af færum og í raun bara ótrúlegt miðað við aðra leiki Njarðvíkur í sumar að fá átta eða níu dauðafæri en það þurfti samt að búa til spennu í lokin en frábær sigur." Sagði Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigur þeirra á Magna.

Lestu um leikinn: Njarðvík 2 -  1 Magni

Njarðvíkingar fengu magnaða Magnamenn í heimsókn í dag og buðu upp á ágætis skemmtun í 2-1 sigri í dag. Gríðarlega mikilvæg þrjú stig fyrir heimamenn og má í raun fara tala um að Njarðvíkingar séu svo gott sem sloppnir.
„Jájá það er auðvelt að segja að þetta séu bara þrjú stig en þetta eru þrjú risastig afþví þetta eru stigin sem að við mögulega þurfum í að ná markmiðum okkar, markmiðið var að halda okkur í deildinni og festa okkur í sessi hérna og ég held að þetta hafi verið vonandi það púsl sem við þurfum í það."

Magnamenn pressuðu svolítið á Njarðvíkinga undir lok leiks og miðað við sögu Njarðvíkinga í sumar hlítur þetta að hafa verið léttir að ná að halda þetta út og heyra lokaflautið.
„Eftir að við fáum þarna dauðafæri og þeir skora að þá eru þarna sjö-átta mínútur eftir og þá pressuðu þeir vel á okkur. Já flautið hjá dómaranum var sveitt sæti i dag og var óvenju sætt að heyra í dag."

Njarðvíkingar fara næst á Ólafsvík þar sem þeir sækja Víkinga heim en svo gæti farið að það skipti ekki máli hvernig fari í þeim leik til að verða endanlega búnir að tryggja sætið sitt að ári en er ekkert erfiðara að gíra menn upp í þannig stöðu?
„Alls ekki, ég held að það sé bara gaman að fara þangað og spila og ég að það verði bara alls ekki erfitt."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner