Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   lau 08. september 2018 20:09
Stefán Marteinn Ólafsson
Rafn Markús: Það er auðvelt að segja að þetta séu bara þrjú stig en þetta eru þrjú risastig
Rafn Markús Vilbergsson Þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson Þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Frábær sigur, við vorum ákveðnir í því í dag að mæta bara tilbúnir til leiks og ætluðum okkur stóra hluti í dag og vorum þéttir, spiluðum vel og fengum bara urmul af færum og í raun bara ótrúlegt miðað við aðra leiki Njarðvíkur í sumar að fá átta eða níu dauðafæri en það þurfti samt að búa til spennu í lokin en frábær sigur." Sagði Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigur þeirra á Magna.

Lestu um leikinn: Njarðvík 2 -  1 Magni

Njarðvíkingar fengu magnaða Magnamenn í heimsókn í dag og buðu upp á ágætis skemmtun í 2-1 sigri í dag. Gríðarlega mikilvæg þrjú stig fyrir heimamenn og má í raun fara tala um að Njarðvíkingar séu svo gott sem sloppnir.
„Jájá það er auðvelt að segja að þetta séu bara þrjú stig en þetta eru þrjú risastig afþví þetta eru stigin sem að við mögulega þurfum í að ná markmiðum okkar, markmiðið var að halda okkur í deildinni og festa okkur í sessi hérna og ég held að þetta hafi verið vonandi það púsl sem við þurfum í það."

Magnamenn pressuðu svolítið á Njarðvíkinga undir lok leiks og miðað við sögu Njarðvíkinga í sumar hlítur þetta að hafa verið léttir að ná að halda þetta út og heyra lokaflautið.
„Eftir að við fáum þarna dauðafæri og þeir skora að þá eru þarna sjö-átta mínútur eftir og þá pressuðu þeir vel á okkur. Já flautið hjá dómaranum var sveitt sæti i dag og var óvenju sætt að heyra í dag."

Njarðvíkingar fara næst á Ólafsvík þar sem þeir sækja Víkinga heim en svo gæti farið að það skipti ekki máli hvernig fari í þeim leik til að verða endanlega búnir að tryggja sætið sitt að ári en er ekkert erfiðara að gíra menn upp í þannig stöðu?
„Alls ekki, ég held að það sé bara gaman að fara þangað og spila og ég að það verði bara alls ekki erfitt."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner