„Mjög góðir í fyrri hálfleik og í byrjun seinni en svona undir lokinn þá svona greip um sig einhvað svoleiðis stress og gáfum þeim tækifæri til þess að koma inn í leikinn en við kláruðum þetta sem var mikilvægt". Sagði Árni Freyr eftir 2-1 sigur á Gróttu.
Lestu um leikinn: ÍR 2 - 1 Grótta
Árni var spurður út í hversu mikilvægur leikur er næsti leikur gegn Aftureldingu?
„Já við náttúrulega búnir að vera í þessu playoffs sæti í margar umferðir og vildi að þetta væri búið að spilast þannig að ég var svona að vonast að ef við myndum vinna þennan leik að þetta væri komið en við þurfum bara að fara í Mosó og sækja 3 stig".
Fá lið í Lengjunni með svona góðan stuðning og Árni var spurður hversu mikilvægt það er fyrir næstkomandi leiki?
"Já þeir eru búnir að vera geggjaðir í allt sumar og voru margir fyrir norðan í seinasta leik og svona þannig að það skiptir okkur miklu máli og ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna".
Hægt er að sjá viðtalið við Árna Frey hér fyrir ofan í spilaranum.