Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
   lau 08. október 2022 17:38
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aron ánægður: Get næstum lofað þér því að Ljubicicinn hitt'ann ekki
Kann þetta alveg
Aron í leik á undirbúningstímabilinu. Hann fékk kallið í dag.
Aron í leik á undirbúningstímabilinu. Hann fékk kallið í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kom frá Fylki eftir síðasta tímabil.
Kom frá Fylki eftir síðasta tímabil.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Já, það er bara ógeðslega gaman að vinna Val. Mér finnst að KR eigi að vinna Val hérna, þurfum að hafa stoltið í það. Það var dugnaður í okkur, ekki besti leikurinn okkar en dugnaðurinn og ástríðan skilaði þessu," sagði Aron Snær Friðriksson, markvörður KR, eftir sigur á Val í dag.

Lestu um leikinn: KR 2 -  1 Valur

Sigurmarkið kom í blálokin, Stefan Alexander Ljubicic skoraði markið eftir sendingu frá Theodóri Elmari Bjarnasyni. Hvernig var tilfinningin að sjá boltann í netinu?

„Ljubicicinn maður, hann hitt'ann ekki, ég get næstum því lofað þér því," sagði Aron á léttu nótunum. „Þetta var ógeðslega vel gert hjá honum, góð sókn, Kennie vinnur boltann og við erum búnir að skora einhverjum fimm sekúndum seinna. Mjög vel gert."

Aron fékk kallið í dag eftir að hafa setið á bekknum allt tímabilið. Er hann ánægður með frammistöðuna í dag?

„Já já, bara 'solid'. Maður hefur alveg gert þetta áður, spilað fullt af leikjum í þessari deild og ég kann þetta alveg. Þetta var bara mjög fínt."

„Þú verður að tala við Rúnar um það, ég ræð engu. Við vonum það besta,"
sagði Aron og brosti þegar fréttaritari sagði að Aron væri að gera tilkall á byrjunarliðssæti í næsta leik.

KR er núna í fjórða sætið og kemst ekki ofar í deildinni. „Það er einn leikur í einu, hundleiðinlegur frasi og allt það, við viljum enda eins ofarlega og við getum. Það er fjórða sætið og við reynum að ná því," sagði Aron.

Í viðtalinu, sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan, er hann frekar spurður út í bekkjarsetuna og árið hjá KR.
Athugasemdir
banner