Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
Kalli um mark Úlfu Dísar: Eitthvað sturlað og ekki í fyrsta sinn sem ég sé þetta
Bjarni Jó: Meiri stíll yfir okkur
Hemmi Hreiðars: Rándýr dómaramistök
banner
   lau 08. október 2022 17:38
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aron ánægður: Get næstum lofað þér því að Ljubicicinn hitt'ann ekki
Kann þetta alveg
Aron í leik á undirbúningstímabilinu. Hann fékk kallið í dag.
Aron í leik á undirbúningstímabilinu. Hann fékk kallið í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kom frá Fylki eftir síðasta tímabil.
Kom frá Fylki eftir síðasta tímabil.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Já, það er bara ógeðslega gaman að vinna Val. Mér finnst að KR eigi að vinna Val hérna, þurfum að hafa stoltið í það. Það var dugnaður í okkur, ekki besti leikurinn okkar en dugnaðurinn og ástríðan skilaði þessu," sagði Aron Snær Friðriksson, markvörður KR, eftir sigur á Val í dag.

Lestu um leikinn: KR 2 -  1 Valur

Sigurmarkið kom í blálokin, Stefan Alexander Ljubicic skoraði markið eftir sendingu frá Theodóri Elmari Bjarnasyni. Hvernig var tilfinningin að sjá boltann í netinu?

„Ljubicicinn maður, hann hitt'ann ekki, ég get næstum því lofað þér því," sagði Aron á léttu nótunum. „Þetta var ógeðslega vel gert hjá honum, góð sókn, Kennie vinnur boltann og við erum búnir að skora einhverjum fimm sekúndum seinna. Mjög vel gert."

Aron fékk kallið í dag eftir að hafa setið á bekknum allt tímabilið. Er hann ánægður með frammistöðuna í dag?

„Já já, bara 'solid'. Maður hefur alveg gert þetta áður, spilað fullt af leikjum í þessari deild og ég kann þetta alveg. Þetta var bara mjög fínt."

„Þú verður að tala við Rúnar um það, ég ræð engu. Við vonum það besta,"
sagði Aron og brosti þegar fréttaritari sagði að Aron væri að gera tilkall á byrjunarliðssæti í næsta leik.

KR er núna í fjórða sætið og kemst ekki ofar í deildinni. „Það er einn leikur í einu, hundleiðinlegur frasi og allt það, við viljum enda eins ofarlega og við getum. Það er fjórða sætið og við reynum að ná því," sagði Aron.

Í viðtalinu, sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan, er hann frekar spurður út í bekkjarsetuna og árið hjá KR.
Athugasemdir
banner