Chelsea tilbúið að selja Enzo - Man Utd vill Gomes - Anderson og Wharton líka á óskalista United
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   lau 08. október 2022 17:38
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aron ánægður: Get næstum lofað þér því að Ljubicicinn hitt'ann ekki
Kann þetta alveg
Aron í leik á undirbúningstímabilinu. Hann fékk kallið í dag.
Aron í leik á undirbúningstímabilinu. Hann fékk kallið í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kom frá Fylki eftir síðasta tímabil.
Kom frá Fylki eftir síðasta tímabil.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Já, það er bara ógeðslega gaman að vinna Val. Mér finnst að KR eigi að vinna Val hérna, þurfum að hafa stoltið í það. Það var dugnaður í okkur, ekki besti leikurinn okkar en dugnaðurinn og ástríðan skilaði þessu," sagði Aron Snær Friðriksson, markvörður KR, eftir sigur á Val í dag.

Lestu um leikinn: KR 2 -  1 Valur

Sigurmarkið kom í blálokin, Stefan Alexander Ljubicic skoraði markið eftir sendingu frá Theodóri Elmari Bjarnasyni. Hvernig var tilfinningin að sjá boltann í netinu?

„Ljubicicinn maður, hann hitt'ann ekki, ég get næstum því lofað þér því," sagði Aron á léttu nótunum. „Þetta var ógeðslega vel gert hjá honum, góð sókn, Kennie vinnur boltann og við erum búnir að skora einhverjum fimm sekúndum seinna. Mjög vel gert."

Aron fékk kallið í dag eftir að hafa setið á bekknum allt tímabilið. Er hann ánægður með frammistöðuna í dag?

„Já já, bara 'solid'. Maður hefur alveg gert þetta áður, spilað fullt af leikjum í þessari deild og ég kann þetta alveg. Þetta var bara mjög fínt."

„Þú verður að tala við Rúnar um það, ég ræð engu. Við vonum það besta,"
sagði Aron og brosti þegar fréttaritari sagði að Aron væri að gera tilkall á byrjunarliðssæti í næsta leik.

KR er núna í fjórða sætið og kemst ekki ofar í deildinni. „Það er einn leikur í einu, hundleiðinlegur frasi og allt það, við viljum enda eins ofarlega og við getum. Það er fjórða sætið og við reynum að ná því," sagði Aron.

Í viðtalinu, sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan, er hann frekar spurður út í bekkjarsetuna og árið hjá KR.
Athugasemdir
banner