Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
   lau 08. október 2022 17:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kom Birki bæði og á óvart - „Hann átti alveg skilið að byrja"
Birkir átti góða innkomu í dag.
Birkir átti góða innkomu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Már Sævarsson byrjaði á varamannabekknum hjá Val í dag þegar liðið mætti KR í Bestu deild karla. Heiðar Ægisson byrjaði í hægri bakverðinum eftir að hafa leyst þá stöðu í fjarveru Birkis sem tók út leikbann gegn Víkingi í síðustu umferð.

Birkir ræddi við Fótbolta.net eftir leikinn í dag.

Lestu um leikinn: KR 2 -  1 Valur

„Bæði og bara. Heiðar stóð sig ágætlega í síðasta leik, með stoðsendingu og leikurinn var góður í 70 mínútur á móti Víkingunum. Þannig hann átti alveg skilið að byrja. En maður er alltaf ósáttur að sitja á bekknum."

Birkir kom sér sjálfur í færi eftir að hann kom inn á í seinni hálfleik og lagði upp færi fyrir liðsfélaga sína. Ánægður með innkomuna?

„Já, bara hefði viljað fleiri mörk, fannst eins og ég hefði getað lagt upp allavegana tvö mörk og skorað eitt mögulega. Það hefði verið fínt að setja allavegana eitt af þessu. Það er bara eins og gengur og gerist, stundum skoraru og stundum ekki. Í fullkomnum heimi hefðu þeir skorað allavega tvö."

Valur er í fimmta sæti deildarinnar og getur hæst endað í fjórða sæti úr þessu.

„Við þurfum að reyna klifra aftur eins langt og við getum, ná þessu fjórða sæti. Það er það besta sem við getum náð og það hlýtur að vera markmiðið. Því hærra því betra," sagði Birkir.

Í viðtalinu sem má sjá í heild sinni ræddi Birkir um samningsmál sín og umræðu í Stúkunni í vikunni.
Athugasemdir
banner