Chelsea tilbúið að selja Enzo - Man Utd vill Gomes - Anderson og Wharton líka á óskalista United
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   lau 08. október 2022 17:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kom Birki bæði og á óvart - „Hann átti alveg skilið að byrja"
Birkir átti góða innkomu í dag.
Birkir átti góða innkomu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Már Sævarsson byrjaði á varamannabekknum hjá Val í dag þegar liðið mætti KR í Bestu deild karla. Heiðar Ægisson byrjaði í hægri bakverðinum eftir að hafa leyst þá stöðu í fjarveru Birkis sem tók út leikbann gegn Víkingi í síðustu umferð.

Birkir ræddi við Fótbolta.net eftir leikinn í dag.

Lestu um leikinn: KR 2 -  1 Valur

„Bæði og bara. Heiðar stóð sig ágætlega í síðasta leik, með stoðsendingu og leikurinn var góður í 70 mínútur á móti Víkingunum. Þannig hann átti alveg skilið að byrja. En maður er alltaf ósáttur að sitja á bekknum."

Birkir kom sér sjálfur í færi eftir að hann kom inn á í seinni hálfleik og lagði upp færi fyrir liðsfélaga sína. Ánægður með innkomuna?

„Já, bara hefði viljað fleiri mörk, fannst eins og ég hefði getað lagt upp allavegana tvö mörk og skorað eitt mögulega. Það hefði verið fínt að setja allavegana eitt af þessu. Það er bara eins og gengur og gerist, stundum skoraru og stundum ekki. Í fullkomnum heimi hefðu þeir skorað allavega tvö."

Valur er í fimmta sæti deildarinnar og getur hæst endað í fjórða sæti úr þessu.

„Við þurfum að reyna klifra aftur eins langt og við getum, ná þessu fjórða sæti. Það er það besta sem við getum náð og það hlýtur að vera markmiðið. Því hærra því betra," sagði Birkir.

Í viðtalinu sem má sjá í heild sinni ræddi Birkir um samningsmál sín og umræðu í Stúkunni í vikunni.
Athugasemdir
banner