Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
Kalli um mark Úlfu Dísar: Eitthvað sturlað og ekki í fyrsta sinn sem ég sé þetta
Bjarni Jó: Meiri stíll yfir okkur
Hemmi Hreiðars: Rándýr dómaramistök
   lau 08. október 2022 17:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kom Birki bæði og á óvart - „Hann átti alveg skilið að byrja"
Birkir átti góða innkomu í dag.
Birkir átti góða innkomu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Már Sævarsson byrjaði á varamannabekknum hjá Val í dag þegar liðið mætti KR í Bestu deild karla. Heiðar Ægisson byrjaði í hægri bakverðinum eftir að hafa leyst þá stöðu í fjarveru Birkis sem tók út leikbann gegn Víkingi í síðustu umferð.

Birkir ræddi við Fótbolta.net eftir leikinn í dag.

Lestu um leikinn: KR 2 -  1 Valur

„Bæði og bara. Heiðar stóð sig ágætlega í síðasta leik, með stoðsendingu og leikurinn var góður í 70 mínútur á móti Víkingunum. Þannig hann átti alveg skilið að byrja. En maður er alltaf ósáttur að sitja á bekknum."

Birkir kom sér sjálfur í færi eftir að hann kom inn á í seinni hálfleik og lagði upp færi fyrir liðsfélaga sína. Ánægður með innkomuna?

„Já, bara hefði viljað fleiri mörk, fannst eins og ég hefði getað lagt upp allavegana tvö mörk og skorað eitt mögulega. Það hefði verið fínt að setja allavegana eitt af þessu. Það er bara eins og gengur og gerist, stundum skoraru og stundum ekki. Í fullkomnum heimi hefðu þeir skorað allavega tvö."

Valur er í fimmta sæti deildarinnar og getur hæst endað í fjórða sæti úr þessu.

„Við þurfum að reyna klifra aftur eins langt og við getum, ná þessu fjórða sæti. Það er það besta sem við getum náð og það hlýtur að vera markmiðið. Því hærra því betra," sagði Birkir.

Í viðtalinu sem má sjá í heild sinni ræddi Birkir um samningsmál sín og umræðu í Stúkunni í vikunni.
Athugasemdir
banner
banner