Chelsea tilbúið að selja Enzo - Man Utd vill Gomes - Anderson og Wharton líka á óskalista United
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   lau 08. október 2022 16:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óli Jó: Ég tilkynnti að ég yrði ekki áfram
Ólafur Jóhannesson
Ólafur Jóhannesson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst við fínir í þessum leik, eftir sirka 20 mínútur fannst mér við spila ágætis fótbolta og sköpuðum fullt færum en við bara skorum ekki. Það vantaði bara að nýta færin sem við fáum í leiknum," sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, eftir tap gegn KR í Bestu deildinni í dag.

Lestu um leikinn: KR 2 -  1 Valur

„Mér fannst spilamennskan ágæt á köflum, það voru fínir kaflar en betur má ef duga skal."

Valur á ekki möguleika á Evrópusæti, það var ljóst eftir tap gegn Víkingil. Hvað er það sem Valur vill fá út úr síðustu leikjunum? „Við viljum bara spila almennilegan fótbolta og vinna leikina. Það er ekkert flóknara en það."

Ólafur tók við þjálfun Vals af Heimi Guðjónssyni á miðju tímabili og var ráðinn út tímabilið. Á dögunum var greint frá því að Ólafi hefði verið tilkynnt að hann yrði ekki áfram þjálfari liðsins á næsta tímabili. Undirritaður spurði Ólaf hvort hann hefði á þeim tímapunkti að stíga til hliðar sem þjálfari.

„Ég tilkynnti það að ég yrði ekki áfram," sagði Óli. En hverjum tilkynnti hann það? „Það er bara mitt mál."

Það vakti athygli að Birkir Már Sævarsson byrjaði á bekknum í dag. Hver var hugsunin á bakvið það? „Ég er með ágætis hóp og Heiðar [Ægisson] er búinn að standa sig vel á æfingum og í síðasta leik, þannig ég leyfði honum að spila. Birkir kom bara vel inn."

„Ég vil fá frammistöðu í síðustu leikjunum, við erum búnir að sýna ágætis frammistöðu í þessum tveimur leikjum sem eru búnir í þessari úrslitakeppni án þess að fá nokkuð út úr þeim. Vonandi getum við snúið því við,"
sagði Óli að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner