Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
   lau 08. október 2022 16:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óli Jó: Ég tilkynnti að ég yrði ekki áfram
Ólafur Jóhannesson
Ólafur Jóhannesson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst við fínir í þessum leik, eftir sirka 20 mínútur fannst mér við spila ágætis fótbolta og sköpuðum fullt færum en við bara skorum ekki. Það vantaði bara að nýta færin sem við fáum í leiknum," sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, eftir tap gegn KR í Bestu deildinni í dag.

Lestu um leikinn: KR 2 -  1 Valur

„Mér fannst spilamennskan ágæt á köflum, það voru fínir kaflar en betur má ef duga skal."

Valur á ekki möguleika á Evrópusæti, það var ljóst eftir tap gegn Víkingil. Hvað er það sem Valur vill fá út úr síðustu leikjunum? „Við viljum bara spila almennilegan fótbolta og vinna leikina. Það er ekkert flóknara en það."

Ólafur tók við þjálfun Vals af Heimi Guðjónssyni á miðju tímabili og var ráðinn út tímabilið. Á dögunum var greint frá því að Ólafi hefði verið tilkynnt að hann yrði ekki áfram þjálfari liðsins á næsta tímabili. Undirritaður spurði Ólaf hvort hann hefði á þeim tímapunkti að stíga til hliðar sem þjálfari.

„Ég tilkynnti það að ég yrði ekki áfram," sagði Óli. En hverjum tilkynnti hann það? „Það er bara mitt mál."

Það vakti athygli að Birkir Már Sævarsson byrjaði á bekknum í dag. Hver var hugsunin á bakvið það? „Ég er með ágætis hóp og Heiðar [Ægisson] er búinn að standa sig vel á æfingum og í síðasta leik, þannig ég leyfði honum að spila. Birkir kom bara vel inn."

„Ég vil fá frammistöðu í síðustu leikjunum, við erum búnir að sýna ágætis frammistöðu í þessum tveimur leikjum sem eru búnir í þessari úrslitakeppni án þess að fá nokkuð út úr þeim. Vonandi getum við snúið því við,"
sagði Óli að lokum.
Athugasemdir
banner
banner