Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   lau 08. október 2022 16:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óli Jó: Ég tilkynnti að ég yrði ekki áfram
Ólafur Jóhannesson
Ólafur Jóhannesson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst við fínir í þessum leik, eftir sirka 20 mínútur fannst mér við spila ágætis fótbolta og sköpuðum fullt færum en við bara skorum ekki. Það vantaði bara að nýta færin sem við fáum í leiknum," sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, eftir tap gegn KR í Bestu deildinni í dag.

Lestu um leikinn: KR 2 -  1 Valur

„Mér fannst spilamennskan ágæt á köflum, það voru fínir kaflar en betur má ef duga skal."

Valur á ekki möguleika á Evrópusæti, það var ljóst eftir tap gegn Víkingil. Hvað er það sem Valur vill fá út úr síðustu leikjunum? „Við viljum bara spila almennilegan fótbolta og vinna leikina. Það er ekkert flóknara en það."

Ólafur tók við þjálfun Vals af Heimi Guðjónssyni á miðju tímabili og var ráðinn út tímabilið. Á dögunum var greint frá því að Ólafi hefði verið tilkynnt að hann yrði ekki áfram þjálfari liðsins á næsta tímabili. Undirritaður spurði Ólaf hvort hann hefði á þeim tímapunkti að stíga til hliðar sem þjálfari.

„Ég tilkynnti það að ég yrði ekki áfram," sagði Óli. En hverjum tilkynnti hann það? „Það er bara mitt mál."

Það vakti athygli að Birkir Már Sævarsson byrjaði á bekknum í dag. Hver var hugsunin á bakvið það? „Ég er með ágætis hóp og Heiðar [Ægisson] er búinn að standa sig vel á æfingum og í síðasta leik, þannig ég leyfði honum að spila. Birkir kom bara vel inn."

„Ég vil fá frammistöðu í síðustu leikjunum, við erum búnir að sýna ágætis frammistöðu í þessum tveimur leikjum sem eru búnir í þessari úrslitakeppni án þess að fá nokkuð út úr þeim. Vonandi getum við snúið því við,"
sagði Óli að lokum.
Athugasemdir