Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
Kalli um mark Úlfu Dísar: Eitthvað sturlað og ekki í fyrsta sinn sem ég sé þetta
Bjarni Jó: Meiri stíll yfir okkur
Hemmi Hreiðars: Rándýr dómaramistök
   lau 08. október 2022 17:56
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rúnar: Mér finnst alltaf gaman að vinna fótboltaleiki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Rúnar Kristinsson þjálfari KR var í skýjunum eftir 2-1 dramatískan sigur liðsins gegn Val í dag.


Lestu um leikinn: KR 2 -  1 Valur

„Hún var mjög ljúf. Ánægjulegt fyrir Stefán og okkur KRinga að vinna Val, erkifjendur og skora svona mark á síðustu sekúndu er alltaf gaman, sjálfsagt jafn leiðinlegt fyrir andstæðingana," sagði Rúnar Kristinsson aðspurður hvernig hafi verið að sjá boltann í netinu á síðustu sekúndu leiksins.

Rúnar var spurður að því hvort það væri skemmtilegra að vinna Val en önnur lið.

„Nei, mér finnst alltaf gaman að vinna fótboltaleiki. Það var ekki mikið undir í dag og það sést á leik liðana, menn eru svolítið kærulausir oft, hlaupa ekki alveg á 100 til baka. Sama hvað maður er búinn að ræða hlutina, leggja á sig vinnu, spila fyrir stoltið og allt það að þá læðist alltaf inn í hausinn á mönnum 'ég ætla spara mig aðeins núna', fyrir vikið verður þetta opinn leikur en við stálum stigunum hér í restina,"

Rúnar var ánægður með fyrstu 25 mínúturnar í leiknum en liðið hafi slakað full mikið á.

„Sama má segja um hluta Vals liðsins. Leikurinn verður fram og til baka, það verða opnar stöður sem hvorugt liðið nýta sér almennilega fyrr en í lokin," sagði Rúnar.


Athugasemdir
banner