Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 08. desember 2019 21:19
Magnús Már Einarsson
Frakkland: Rúnar Alex fékk langþráð tækifæri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður Dijon, var í fyrsta sinn í byrjunarliði í leik í frönsku úrvalsdeildinni síðan í ágúst þegar hann stóð á milli stanganna gegn Nantes í dag.

Hinn senegalski Alfred Gomis tók stöðuna af Rúnari Alex snemma á þessu tímabili.

Gomis meiddist gegn Montpellier í síðustu viku og Rúnar Alex fékk tækifærið í dag.

Dijon tapaði leiknum í dag 1-0 á útivelli en liðið er í 16. sæti af 20 liðum með 16 stig, stigi frá fallsvæðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner