Diaz, Salah, Gallagher, Jorginho, Greenwood, Cancelo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 08. desember 2023 10:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrirliðinn tekur slaginn áfram með HK (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leifur Andri Leifsson, fyrirliði HK, hefur gert nýjan samning við HK og er nú samningsbundinn félaginu út tímabilið 2024.

Leifur er 34 ára varnarmaður sem lék 24 leiki með HK í sumar þegar liðið hélt sæti sínu í Bestu deildinni.

Hann hefur leikið allan sinn feril hjá HK ef frá er talinn tími hjá venslafélaginu Ými.

Hans fyrsta tímabil með HK var árið 2009. Hann á alls að baki 386 KSÍ leiki á ferlinum og í þeim hefur hann skorað tíu mörk.


Innkastið - Ómar Ingi um landsliðið og HK
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner