Osimhen fer til Lundúna - Tuchel aftur til Englands - Zidane til Bayern? - Bayern og Liverpool berjast um Alonso
banner
   fös 08. desember 2023 22:28
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Hoffenheim aftur á sigurbraut
Hoffenheim
Hoffenheim
Mynd: EPA
Hoffenheim 3 - 1 Bochum
1-0 Erhan Masovic ('32 , sjálfsmark)
2-0 Andrej Kramaric ('43 )
3-0 Ihlas Bebou ('76 )
3-1 Goncalo Paciencia ('90 )

Hoffenheim bar sigurorð af Bochum í kvöld, 3-1, er liðin áttust við í 14. umferð þýsku deildarinnar á Rhein-Neckar leikvanginum í Hoffenheim.

Heimamenn höfðu ekki unnið í síðustu fjórum leikjum sínum og var því þessi kærkominn.

Liðið fékk smá hjálp við að koma sér af stað. Erhan Masovic skoraði sjálfsmark á 32. mínútu áður en króatíski framherjinn Andrej Kramaric tvöfaldaði forystuna nokkrum mínútum áður en það var flautað til hálfleiks.

Ihlas Bebou gerði þriðja markið stundarfjórðungi fyrir leikslok áður en Goncalo Paciencia minnkaði muninn undir lok leiks.

Hoffenheim er í 6. sæti með 23 stig en Bochum í 12. sæti með 13 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner