Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 09. janúar 2022 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Xavi kennir reynsluleysi um - „Getum ekki beðið um meira"
Gavi
Gavi
Mynd: EPA
Barcelona gerði 1-1 jafntefli gegn Granada í spænsku deildinni í gær.

Barcelona komst yfir með marki frá Luuk De Jong eftir tæplega klukkutíma leik en Granada jafnaði á síðustu mínútu venjulegs leiktíma.

Xavi sagði í viðtali eftir leikinn að reynsluleysi sé ástæðan fyrir því að liðið tapi niður forskoti.

„Þetta er synd en þetta er okkur sjálfum að kenna. Þetta er reynsluleysi, rauða spjaldið gerði okkur erfitt fyrir en við töpuðum útaf mistökum. Við misstum tvö risastór stig. Við gátum stjórnað síðari hálfleik, við getum ekki farið sáttir heim, við erum reiðir. Við verðum að vera sjálfsgagnrýnir."

„Við kunnum ekki að stjórna leiknum. Við byrjuðum að falla til baka þegar við þurftum að drepa leikinn. Við verðum að búa meira til til að vinna. Ef við viljum vaxa þá verður það að gerast núna."

Hinn 17 ára gamli Gavi fékk rautt spjald í leiknum en Xavi vildi ekki gagnrýna hann of mikið fyrir það.

„Dómarinn er þarna til að taka þessar ákvarðanir. Ég ætla ekki að blanda mér í það. Reynsla kemur með leikjum. Við getum ekki beðið Gavi um meira. Hann gefur okkur mikið og brottreksturinn veikti okkur."

Næsti leikur Barcelona er gegn Real Madrid 12. janúar í spænska Ofurbikarnum en Eric Garcia meiddist í gær og verður ekki með gegn Real. Meiðslalisti Barcelona er orðinn ansi langur.
Athugasemdir
banner
banner
banner