Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   fim 09. janúar 2025 11:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Kvenaboltinn
Eva Rut fagnar hér marki með Fylki. Hún skrifaði nýverið undir samning hjá Þór/KA.
Eva Rut fagnar hér marki með Fylki. Hún skrifaði nýverið undir samning hjá Þór/KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karen María Sigurgeirsdóttir í leik með Þór/KA.
Karen María Sigurgeirsdóttir í leik með Þór/KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erfitt að segja skilið við Fylki.
Erfitt að segja skilið við Fylki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er mjög spennandi. Alveg glænýtt fyrir mér að flytja norður en ég er ótrúlega spennt," segir Eva Rut Ásþórsdóttir, nýr leikmaður Þórs/KA, í samtali við Fótbolta.net.

Eva Rut skrifaði á dögunum undir samning við Þór/KA en hún kemur til félagsins frá Fylki. Eva Rut er 23 ára gömul og gegndi hlutverki fyrirliða hjá Fylki í þrjú tímabil.

Hún er kröftugur miðjumaður og öflug í bæði vörn og sókn, en hún kom til Fylkis frá HK/Víkingi árið 2020.

„Þjálfararnir voru áhugasamir og mig langaði að taka næsta skref. Mig langaði að skora á sjálfa mig," segir Eva.

Það gerist ekki oft að leikmenn frá höfuðborgarsvæðinu taki þá ákvörðun að fara norður en Eva ákvað að stökkva á tækifærið.

„Ég er mjög spennt fyrir því. Ég þurfti að hugsa mig um en ég vissi að ég myndi sjá eftir því ef ég myndi ekki prófa þetta. Ég stefni á að flytja í mars þar sem mótið byrjar fyrr en venjulega. Ég fer eitthvað fram og til baka í vetur."

Gerði henni þann greiða núna
Hún segir það spennandi tilhugsun að flytja norður og standa á eigin fótum. Eva segir að einn leikmaður Þórs/KA hafi séð svolítið um það að sannfæra sig um að taka skrefið.

„Karen María (Sigurgeirsdóttir) sá svolítið um það. Hún var mikið að ýta á mig og vildi fá mig norður. Ég gerði henni þann greiða núna," sagði Eva létt.

„Við höfum verið vinkonur síðan í yngri landsliðunum og það er spennandi að spila með henni loksins. Ég held að þjálfararnir geti þakkað henni fyrir, hún hjálpaði mikið til. Þegar við vorum að fara á landsliðsæfingar þegar við vorum yngri, þá var hún að gista hjá mér. Nú fer ég og kíki í mat til hennar."

Mjög spennt að taka þátt í þessu
Þór/KA er með spennandi lið sem stefnir á að vera í efri hluta Bestu deildarinnar næsta sumar.

„Ég er mjög spennt að fá að taka þátt í þessu. Þór/KA er lið sem á að gera stóra hluti og við ætlum okkur að gera það," segir Eva.

„Þær sýndu það í fyrra að þær geta unnið alla. Þær voru í hörkuleikjum við Val og Breiðablik. Ég sé því ekkert til fyrirstöðu en að við verðum ofarlega."

Eva segir að það hafi verið erfitt að fara frá Fylki þar sem hún hefur verið í lykilhlutverki síðustu árin. Fylkir féll úr Bestu deildinni síaðsta sumar.

„Það var mjög erfitt. Það er frábært fólk sem er þarna í kring. Ég átti frábær ár í Fylki og skil við félagið með miklum söknuði. Það var mjög erfitt að fara frá þessu," segir Eva en henni hlakkar til að stíga aðeins út úr þægindarramanum og prófa fyrir sér á nýjum stað.
Athugasemdir
banner