Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðardagur fyrir þær
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
banner
   fim 09. janúar 2025 11:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Kvenaboltinn
Eva Rut fagnar hér marki með Fylki. Hún skrifaði nýverið undir samning hjá Þór/KA.
Eva Rut fagnar hér marki með Fylki. Hún skrifaði nýverið undir samning hjá Þór/KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karen María Sigurgeirsdóttir í leik með Þór/KA.
Karen María Sigurgeirsdóttir í leik með Þór/KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erfitt að segja skilið við Fylki.
Erfitt að segja skilið við Fylki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er mjög spennandi. Alveg glænýtt fyrir mér að flytja norður en ég er ótrúlega spennt," segir Eva Rut Ásþórsdóttir, nýr leikmaður Þórs/KA, í samtali við Fótbolta.net.

Eva Rut skrifaði á dögunum undir samning við Þór/KA en hún kemur til félagsins frá Fylki. Eva Rut er 23 ára gömul og gegndi hlutverki fyrirliða hjá Fylki í þrjú tímabil.

Hún er kröftugur miðjumaður og öflug í bæði vörn og sókn, en hún kom til Fylkis frá HK/Víkingi árið 2020.

„Þjálfararnir voru áhugasamir og mig langaði að taka næsta skref. Mig langaði að skora á sjálfa mig," segir Eva.

Það gerist ekki oft að leikmenn frá höfuðborgarsvæðinu taki þá ákvörðun að fara norður en Eva ákvað að stökkva á tækifærið.

„Ég er mjög spennt fyrir því. Ég þurfti að hugsa mig um en ég vissi að ég myndi sjá eftir því ef ég myndi ekki prófa þetta. Ég stefni á að flytja í mars þar sem mótið byrjar fyrr en venjulega. Ég fer eitthvað fram og til baka í vetur."

Gerði henni þann greiða núna
Hún segir það spennandi tilhugsun að flytja norður og standa á eigin fótum. Eva segir að einn leikmaður Þórs/KA hafi séð svolítið um það að sannfæra sig um að taka skrefið.

„Karen María (Sigurgeirsdóttir) sá svolítið um það. Hún var mikið að ýta á mig og vildi fá mig norður. Ég gerði henni þann greiða núna," sagði Eva létt.

„Við höfum verið vinkonur síðan í yngri landsliðunum og það er spennandi að spila með henni loksins. Ég held að þjálfararnir geti þakkað henni fyrir, hún hjálpaði mikið til. Þegar við vorum að fara á landsliðsæfingar þegar við vorum yngri, þá var hún að gista hjá mér. Nú fer ég og kíki í mat til hennar."

Mjög spennt að taka þátt í þessu
Þór/KA er með spennandi lið sem stefnir á að vera í efri hluta Bestu deildarinnar næsta sumar.

„Ég er mjög spennt að fá að taka þátt í þessu. Þór/KA er lið sem á að gera stóra hluti og við ætlum okkur að gera það," segir Eva.

„Þær sýndu það í fyrra að þær geta unnið alla. Þær voru í hörkuleikjum við Val og Breiðablik. Ég sé því ekkert til fyrirstöðu en að við verðum ofarlega."

Eva segir að það hafi verið erfitt að fara frá Fylki þar sem hún hefur verið í lykilhlutverki síðustu árin. Fylkir féll úr Bestu deildinni síaðsta sumar.

„Það var mjög erfitt. Það er frábært fólk sem er þarna í kring. Ég átti frábær ár í Fylki og skil við félagið með miklum söknuði. Það var mjög erfitt að fara frá þessu," segir Eva en henni hlakkar til að stíga aðeins út úr þægindarramanum og prófa fyrir sér á nýjum stað.
Athugasemdir