Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 09. febrúar 2020 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Abidal: Væri gott fyrir Barcelona að fá Neymar
Neymar gæti endað hjá Barcelona
Neymar gæti endað hjá Barcelona
Mynd: Getty Images
Eric Abidal, yfirmaður íþróttamála hjá Barcelona, hefur ýjað að því að félagið ætli sér að ræða við Paris Saint-Germain um kaup á brasilíska framherjanum Neymar í sumar.

Neymar fór frá Barcelona til PSG sumarið 2016 fyrir metfé en leikmaðurinn gerði allt sem hann gat til að yfirgefa franska félagið í sumar.

Barcelona og PSG ræddu saman um leikmanninn síðasta sumar en ekkert varð af skiptunum.

Abidal viðurkennir þó að Neymar myndi styrkja Barcelona og gaf hann þar í skyn að félögin gætu byrjað að ræða aftur saman í sumar.

„Ég er fullkomlega sammála. Barcelona væri afar stolt af því að fá að þjálfa leikmann eins og Neymar og aðra sem eru í sama gæðaflokki og hann," sagði Abidal við Mundo Deportivo.

Neymar hefur skorað 15 mörk og lagt upp önnur tíu í aðeins átján leikjum á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner