Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
banner
   fim 09. febrúar 2023 21:45
Elvar Geir Magnússon
Leik Breiðabliks og Kórdrengja frestað
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á vefsíðu KSÍ hefur verið tilkynnt að búið sé að fresta leik Breiðabliks og Kórdrengja í Lengjubikarnum en leikurinn átti að vera á dagskrá á morgun.

Enn ríkir óvissa um framtíð Kórdrengja og ekki víst að liðið verði með á Íslandsmótinu í sumar.

FH hefur verið að skoða að taka yfir félagið en það eru skiptar skoðanir á þeim hugmyndum í Kaplakrikanum og óvíst hvað verður.

Engin vitneskja er um að æft hafi verið á árinu undir merkjum Kórdrengja og enginn leikmaður hefur fengið félagaskipti í liðið. Davíð Smári Lamude var þjálfari Kórdrengja en tók við Vestra í vetur. Enginn hefur verið ráðinn í hans stað hjá Kórdrengjum.

Auk Breiðabliks og Kórdrengja eru FH, ÍBV, Leiknir og Selfoss skráð í riðil 2 í Lengjubikarnum.

Sjá einnig:
Enn óvissa með Kórdrengi - FH bauð Ejub að taka við liðinu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner