Logi Tómasson mun að öllum líkindum yfirgefa Noreg þegar sumarglugginn opnast því Strömsgodset hefur náð samkomulagi um kaupverð við erlent félag.
Það er Stian André de Wahl hjá Nettavisen sem greinir frá. Hann segir að Íslendingurinn muni skrifa undir hjá nýju félagi eftir að hann klárar læknisskoðun á næstu vikum. Norski blaðamaðurinn segir að kaupverðið sé allt að 10 milljónir norskra króna, eða um 127 milljónir íslenskra króna.
Það er Stian André de Wahl hjá Nettavisen sem greinir frá. Hann segir að Íslendingurinn muni skrifa undir hjá nýju félagi eftir að hann klárar læknisskoðun á næstu vikum. Norski blaðamaðurinn segir að kaupverðið sé allt að 10 milljónir norskra króna, eða um 127 milljónir íslenskra króna.
Logi var sterklega orðaður við Brann í vetur en ekkert varð úr því að hann færi þangað. Hann hefur einnig verið orðaður við ensku Championship deildina og grísk stórlið.
Erik Nesset Hjelvik hjá TV2 segir að Logi sé á leið til Samsunspor í Tyrklandi. Liðið er í 4. sæti deildarinnar sem stendur og endaði í 13. sæti á síðasta tímabili. Í Samsun og nágrenni búa um tvær milljónir.
Logi er 24 ára vinstri bakvörður sem uppalinn er hjá Víkingi og hélt út í atvinnumennsku í lok ágúst 2023. Hann hefur leikið mjög vel með Strömsgodset og vann sér í fyrra inn sæti í íslenska landsliðinu.
Strømsgodset har kommet til enighet med en utenlandsk klubb om et salg av Logi Tómasson. Islendingen signerer for sin nye klubb etter medisinsk test i løpet av de nærmeste ukene og forlater Norge i sommer. Godset er sikret opp mot 10 mill. kr for backen. pic.twitter.com/ZOokw5pyAx
— Stian André de Wahl (@StianWahl) May 13, 2025
Athugasemdir