Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   þri 13. maí 2025 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sagður tilbúinn að hafna Chelsea til að fara í Man Utd
Verða Delap og Maguire liðsfélagar?
Verða Delap og Maguire liðsfélagar?
Mynd: EPA
Manchester United og Chelsea hafa bæði verið sterklega orðuð við Liam Delap, framherja Ipswich, en hann kostar um 30 milljónir punda.

Delap er uppalinn hjá Derby og Mancester City og hefur verið öflugasti leikmaður Ispwich í úrvalsdeildini á tímabilinu, litið nokkuð vel út í liði Ipswich sem verður í Championship á næsta tímabili. Allar líkur eru á því að hann haldi annað í sumar.

Það er sagt að Delap sé tilbúinn að hafna Chelsea til að fara til United í komandi glugga. Hann er 22 ára framherji sem hefur skorað 12 mörk í 35 leikjum með nýliðunum. Hann er enskur U21 landsliðsmaður.

Það er talkSPORT sem segir að Delap hallist að Old Trafford frekar en Stamford Bridge, jafnvel þrátt fyrir mjög dapurt tímabil hjá United.

Bæði Chelsea og United eiga möguleika á Meistaradeildarsæti. Chelsea þarf að enda í einu af efstu fimm sætunum og United þarf að vinna Tottenham í úrslitaleik Evrópudeildarinnar til að ná Meistaradeildarsæti.
Athugasemdir
banner