Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   þri 13. maí 2025 12:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Langt síðan byrjað var að tala um að Pálmi ætti efnilegan strák
Alexander Rafn Pálmason.
Alexander Rafn Pálmason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alexander knúsar hér pabba sinn.
Alexander knúsar hér pabba sinn.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Alexander Rafn Pálmason skráði sig á spjöld sögunnar núna á dögunum þegar hann varð yngsti leikmaður sögunnar til að byrja leik í Bestu deildinni og á sama tíma yngsti leikmaðurinn til að skora mark í efstu deild á Íslandi. Hann tók það met af Eiði Smára Guðjohnsen.

Alexander Rafn er einungis nýorðinn 15 ára gamall og ljóst er að þarna er mjög hæfileikaríkur leikmaður á ferðinni.

Hann þarf ekki að sækja fótboltahæfileikana langt því hann er sonur Pálma Rafns Pálmasonar, sem spilaði lengi í atvinnumennsku og auðvitað með KR líka.

„Það er langt síðan menn byrjuðu að tala um hann. Ég man þegar Pálmi kom heim þá var byrjað að tala um að hann ætti efnilegan strák," sagði Almarr Ormarsson, fyrrum leikmaður KR og fleiri félaga, í Innkastinu en Pálmi Rafn kom heim í KR árið 2015 eftir nokkur ár í atvinnumennsku í Noregi.

„Pabbi hans var mjög góður leikmaður og það stefnir allt í að guttinn verði enn betri en pabbi sinn."

„Mér sýnist það," sagði Baldvin Már Borgarsson í þættinum.

„Ég held að það verði nú eitthvað úr Alexander, ég hef voða litlar áhyggjur ef hann sleppir við öll meiðsli og þannig," sagði Almarr.

Morgunblaðið sagði frá því að Real Sociedad hefði verið með njósnara á leik KR og ÍBV en sá fylgdist með Alexander. Hann fór á reynslu til Sociedad í vetur.
Innkastið - Almarr með áhyggjur, sögulegt mark og Maggi fær VAR
Athugasemdir
banner