Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   þri 13. maí 2025 14:30
Elvar Geir Magnússon
Arsenal til í að bjóða Gyökeres risasamning
Viktor Gyökeres.
Viktor Gyökeres.
Mynd: EPA
Arsenal mun reyna að kaupa sænska framherjann Viktor Gyökeres frá Sporting Lissabon í sumar.

Sporting er tilbúið að láta leikmanninn fara fyrir um 60 milljónir punda, og Arsenal hefur sett framherja í forgang í sumarglugganum. Gyökeres, sem hefur skorað 95 mörk í 100 leikjum, gæti fengið mjög háan samning hjá Arsenal, yfir 200 þúsund pund á viku.

Arsenal mun þurfa að keppa við önnur félög eins og Manchester United, sem einnig hefur áhuga á leikmanninum. Sporting hefur ákveðið að leyfa Gyökeres að fara ef boð upp á 70 milljónir evra kemur, en verð gæti hækkað ef tilboðsstríð fer í gang.

Áhuginn á Alexander Isak frá Newcastle og Benjamin Sesko frá RB Leipzig er einnig mikill hjá Arsenal, en Isak virðist ólíklegur til að yfirgefa Newcastle, sérstaklega ef félagið tryggir sæti í Meistaradeildinni. Sama má segja um Sesko, sem kaus að vera áfram hjá RB Leipzig á síðasta ári.

Aðrir leikmenn sem eru á ratsjá Arsenal eru Martin Zubimendi frá Real Sociedad, Nico Williams frá Athletic Bilbao og markvörðurinn Joan Garcia frá Espanyol.
Athugasemdir