Landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason hélt að það væri grín þegar hann fékk boð í konunglegan kvöldverð í sænsku konungshöllinni í síðustu viku.
Arnór Ingvi og eiginkona hans Andrea Dröfn Jónasdóttir fengu boð í kvöldverðinn í tilefni af opinberri heimsókn forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur, til Svíþjóðar.
Arnór Ingvi og eiginkona hans Andrea Dröfn Jónasdóttir fengu boð í kvöldverðinn í tilefni af opinberri heimsókn forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur, til Svíþjóðar.
Arnór Ingvi leikur með Norrköping í Svíþjóð og hefur spilað þar frá 2022. Hann lék einnig með Norrköping 2014 til 2016 og með Malmö frá 2018 til 2022.
Hann þekkir sænskan fótbolta gríðarlega vel og er einn okkar farsælasti fótboltamaður þar í landi.
„Þetta var ótrúlega skemmtileg reynsla," segir Arnór Ingvi við Fotbollskanalen. „Ég er velkominn aftur í konungshöllina ef ég er þar nálægt."
„Ég fékk bréf heim þar sem okkur var boðið. Ég sagði við konuna mína að þetta hlyti að vera eitthvað djók. Ég trúði þessu ekki," sagði Arnór en hann sagðist hafa talað um fótbolta og lífið sjálft í þessum kvöldverði.
Arnór á að baki 65 landsleiki fyrir Ísland en hann hefur verið mikilvægur hluti af landsliðinu síðustu árin.
Athugasemdir