Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   þri 13. maí 2025 13:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kominn með nýtt starf eftir brottreksturinn frá Man Utd
Dan Ashworth.
Dan Ashworth.
Mynd: FA
Dan Ashworth, fyrrum yfirmaður fótboltamála hjá Manchester United, hefur verið ráðinn í starf hjá enska fótboltasambandinu.

Ashworth var áður yfirmaður fótboltamála hjá enska sambandinu en mun núna koma inn í þróunarstarf á bak við tjöldin hjá sambandinu. Hann mun meðal annars sjá um þróunarverkefni enskra þjálfara.

Ashworth var ráðinn yfirmaður fótboltamála hjá Man Utd í fyrra og tók þar til starfa síðastliðið sumar. United þurfti að borga til að losa hann undan samningi hjá Newcastle þar sem hann var áður í starfi.

Sir Jim Ratcliffe, eigandi Man Utd, var hins vegar ekki ánægður með Ratcliffe og ákvað að reka hann eftir aðeins um fimm mánuði í starfi.

Núna fær hann nýtt upphaf hjá enska sambandinu.
Athugasemdir
banner