Sævar Atli Magnússon er samkvæmt heimildum Fótbolta.net að nálgast samkomulag við Brann um að ganga í raðir félagsins í sumarglugganum. Hann kæmi á frjálsri sölu þar sem samningur hans við danska félagið Lyngby rennur út eftir tímabilið.
Sævar er 24 ára fjölhæfur sóknarmaður sem getur bæði spilað í fremstu línu og á miðsvæðinu. Hann hefur verið hjá Lyngby frá sumrinu 2021 þegar hann var keyptur frá uppeldisfélaginu Leikni.
Sævar er 24 ára fjölhæfur sóknarmaður sem getur bæði spilað í fremstu línu og á miðsvæðinu. Hann hefur verið hjá Lyngby frá sumrinu 2021 þegar hann var keyptur frá uppeldisfélaginu Leikni.
Hann fór upp í úrvalsdeild með Lyngby á fyrsta tímabilinu og hefur verið í lykilhlutverki í liðinu síðan. Hann hefur verið í kringum landsliðið síðustu ár og á að baki fimm A-landsleiki.
Það var Freyr Alexandersson sem keypti Sævar til Lyngby á sínum tíma, var þá þjálfari Lyngby. Freyr er í dag þjálfari Brann sem er í toppbaráttunni í norsku úrvalsdeildinni. Ef Sævar fer til Brann verður hann liðsfélagi Eggerts Arons Guðmundssonar sem er í stóru hlutverki í liðinu.
Sævar hefur skorað fjögur mörk og lagt upp tvö fyrir Lyngby sem er i harðri fallbaráttu. Liðið er í fallsæti þegar tvær umferðir eru eftir, stigi frá öruggu sæti.
Athugasemdir