Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 09. júní 2021 13:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
4. deild: Smári kom tvisvar til baka gegn Borgnesingum
Úr leik hjá Skallagrími fyrr í sumar.
Úr leik hjá Skallagrími fyrr í sumar.
Mynd: Hanna Símonardóttir
Smári 2 - 2 Skallagrímur
0-1 Mario Miguel Lopez Pascual ('2)
1-1 Sverrir Haukur Gíslason ('29)
1-2 Hlynur Þorsteinsson ('50, sjálfsmark)
2-2 Birkir Örn Sigurðsson ('68, víti)
Rautt spjald: Viktor Ingi Jakobsson, Skallagrímur ('89)

Smári og Skallagrímur gerðu jafntefli þegar liðin áttust við í B-riðli 4. deildar karla í gærkvöld. Leikið var í Fagralundi.

Skallagrímur komst yfir eftir tveggja mínútna leik þegar Mario Miguel Lopez Pascual skoraði. Heimamenn í Smára náðu að jafna metin á 29. mínútu með marki Sverris Hauks Gíslasonar og var staðan 1-1 þegar flautað var til hálfleiks.

Það var sama saga í seinni hálfleik þar sem Skallagrímur tók forystuna og Smári jafnaði svo. Lokatölur voru 2-2 í þessum leik en gestirnir misstu mann af velli í lokin með rautt spjald.

Skallagrímur er núna í fjórða sæti riðilsins með sjö stig eftir fjóra leiki. Smári er með fjögur stig eftir fyrstu fjóra leikina í fimmta sætinu.

Í kvöld heldur 4. deildin áfram en hér að neðan má sjá hvaða leikir eru á dagskrá.

miðvikudagur 9. júní

4. deild karla - A-riðill
20:00 RB-Afríka (Reykjaneshöllin)
20:00 KFR-Ísbjörninn (SS-völlurinn)

4. deild karla - B-riðill
19:15 Hamar-KFB (Grýluvöllur)
20:00 Gullfálkinn-Stokkseyri (Þróttarvöllur)
20:00 KH-SR (Valsvöllur)

4. deild karla - D-riðill
19:00 Úlfarnir-Hvíti riddarinn (Framvöllur)
Athugasemdir
banner
banner
banner