Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 09. júlí 2019 09:36
Magnús Már Einarsson
Túfa þarf að bjóða Jóhanni Gunnari í mat
Túfa þarf að bjóða í mat.
Túfa þarf að bjóða í mat.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Umdeilt atvik átti sér stað í markalausu jafntefli Stjörnunnar og Grindavíkur í Pepsi Max-deildinni á föstudagskvöld.

Grindvíkingar töldu sig þá hafa skorað mark eftir að SIgurður Bjartur Hallsson átti skalla sem Haraldur Björnsson, markvörður Stjörnunnar, bjargaði við marklínuna.

Grindvíkingar fögnuðu marki og töldu að boltinn hefði verið inni en aðstoðardómarinn Jóhann Gunnar Guðmundsson taldi að svo væri ekki.

„Jói er einn okkar besti línuvörður og ég verð að treysta honum. Ef þessi bolti var ekki inni þá ætla ég að bjóða honum í mat. Ég held að hann hafi gert mistök í dag," sagði Túfa, þjálfari Grindavíkur, eftir leik.

Túfa þarf væntanlega að standa við stóru orðin og bjóða Jóhanni í mat því samkvæmt marklínutækni Pepsi Max-markanna á Stöð 2 Sport þá var boltinn ekki inn og því réttur dómur hjá Jóhanni.

Hér að neðan má sjá innslagið í Pepsi Max mörkunum í gær.


Túfa: Býð Jóa línuverði í mat ef þetta var rétt hjá honum
Athugasemdir
banner
banner