Mörg félög hafa áhuga á Rashford - Fara Antony og Zirkzee á láni? - Undirbúa brottför Alonso - Arsenal skoðar að stækka Emirates
banner
   þri 09. júlí 2024 17:59
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Frakklands og Spánar: Breytingar á báðum liðum
Dani Olmo, einn besti maður mótsins, kemur inn í byrjunarliðið
Dani Olmo, einn besti maður mótsins, kemur inn í byrjunarliðið
Mynd: EPA
Frakkland og Spánn eigast við í undanúrslitum Evrópumótsins klukkan 19:00 í kvöld. Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á RÚV.

Spánverjar hafa verið skemmtilegasta lið Evrópumótsins til þessa en ekki alveg hægt að segja það sama um Frakka.

Fegurðin í fótboltanum skiptir ekki alltaf mestu máli heldur er það árangurinn sem talar sínu máli.

Adrien Rabiot og Ousmane Dembele koma báðir inn í franska liðið í stað Eduardo Camavinga og Antoine Griezmann.

Spánverjar eru neyddir í þrjár breytingar. Jesus Navas kemur inn fyrir Dani Carvajal sem er í banni. Nacho inn fyrir Robin Le Normand sem er einnig í banni og þá kemur Dani Olmo inn fyrir meiddan Pedri.

Frakkland: Maignan; Koundé, Upamecano, Saliba, Hernández; Tchouaméni, Kanté, Rabiot; Dembélé, Kolo Muani, Mbappé.

Spánn: Simón; Navas, Nacho, Laporte, Cucurella; Rodri, Fabián; Yamal, Olmo, Williams; Morata.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner