Mörg félög hafa áhuga á Rashford - Fara Antony og Zirkzee á láni? - Undirbúa brottför Alonso - Arsenal skoðar að stækka Emirates
banner
   þri 09. júlí 2024 21:09
Brynjar Ingi Erluson
Einkunnir Frakka og Spánverja: Yamal bestur í München - Kante og Rabiot áttu slæman dag
Mynd: EPA
Lamine Yamal, 16 ára stjarna Spánverja, var maður leiksins í 2-1 sigri landsliðsins á Frökkum í undanúrslitum Evrópumótsins í München í kvöld.

Yamal skoraði stórbrotið jöfnunarmark spænska liðsins áður en Dani Olmo gerði sigurmarkið fjórum mínútum síðar.

Goal valdi Yamal besta mann leiksins með 9. Olmo fékk sömu einkunn. Á vef UEFA kemur fram að Yamal hafi hlotið verðlaunin sem maður leiksins.

Margir leikmenn franska liðsins fá slaka einkunn. Adrien Rabiot fékk aðeins 3 og N'golo Kante, sem hefur verið einn besti leikmaður mótsins, fær aðeins 4 í einkunn.

Spánn: Simon (7), Navas (5), Nacho (6), Laporte (7), Cucurella (8), Rodri (7), Fabian (7), Olmo (9), Yamal (9), Morata (6), Williams (7).
Varamenn: Vivian (7), Merino (6), Oyarzabal (7).

Frakkland: Maignan (6), Kounde (4,5), Upamecano (4,5), Saliba (5,5), Hernandez (5,5), Kante (4), Tchouameni (5), Rabiot (3), Dembele (4,5), Kolo Muani (6,5), Mbappe (6).
Varamenn: Barcola (6), Griezmann (5), Camavinga (5,5).
Athugasemdir