Man City komið með tilboð í Éderson - Man Utd vill selja Lindelöf og Eriksen - Chelsea með í baráttunni um Doué - Úrvalsdeildarfélög berjast um...
   þri 09. júlí 2024 15:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jói Kalli kominn með íslenskan aðstoðarmann
Jói Kalli og Fannar sameinaðir á ný. Fannar er hér á milli Jóa Kalla og Arnós Snæs styrktarþjálfara.
Jói Kalli og Fannar sameinaðir á ný. Fannar er hér á milli Jóa Kalla og Arnós Snæs styrktarþjálfara.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danska félagið AB, þar sem Jóhannes Karl Guðjónsson er þjálfari og Ágúst Eðvald Hlynsson er leikmaður, tilkynnti í dag viðbætur við þjálfarateymi liðsins.

Greint var frá því að þeir Fannar Berg Gunnólfsson og Joakim Sternas væru komnir inn í teymið. Þeir mynda teymi með Jóa Kalla og Fabiana Alcala.

Fannar Berg þekkir það að vinna með Jóa Kalla því hann var aðstoðarmaður hans hjá ÍA tímabilin 2020 og 2021. Í kjölfarið tók hann við stjórnataumunum hjá Volda í Noregi. Hann hætti sem aðalþjálfara Volda síðasta haust en hélt áfram í öðru starfi hjá félaginu.

Joakim Sternas kemur svo inn sem markvarðaþjálfari.

„Ég er mjög ánægður með að fá þá Fannar og Joakim inn. Þeir eru tveir mjög hæfir ungir þjálfarar sem búa yfir mikilli þekkingu á sínu sviði," segir Jói Kalli.

AB er í dönsku C-deildinni og er markmiðið að komast upp í B-deildina á næstu tveimur tímabilum.
Athugasemdir
banner
banner