Man City komið með tilboð í Éderson - Man Utd vill selja Lindelöf og Eriksen - Chelsea með í baráttunni um Doué - Úrvalsdeildarfélög berjast um...
banner
   þri 09. júlí 2024 18:30
Brynjar Ingi Erluson
Pellistri vill fara frá Man Utd
Mynd: Getty Images
Úrúgvæski vængmaðurinn Facundo Pellistri vill yfirgefa Manchester United í sumarglugganum en þetta segir Amar Mehta hjá Sky Sports.

Pellistri er 22 ára gamall og verið á mála hjá United síðan 2020 er hann kom frá Penarol í heimalandinu.

Hann hefur eytt stærstum hluta tímans á láni á Spáni hjá bæði Deportivo Alaves og Granada.

Tímabilið 2022-2023 fékk hann tíu leiki með United og fjórtán leiki á síðustu leiktíð, en hann var lánaður til Granada í síðari hlutanum þar sem hann gerði ágætis hluti.

Þessa stundina er hann með úrúgvæska landsliðinu á Copa America-mótinu í Bandaríkjunum, en eftir mótið mun hann að öllum líkindum yfirgefa United.

Hann er tilbúinn að fara á láni en er einnig opinn fyrir sölu.

Samkvæmt spænsku miðlunum er Real Valladolid líklegasti áfangastaður Pellistri.
Athugasemdir
banner
banner