Það hefur hægst á stigasöfnun Fjölnis og forysta liðsins í Lengjudeildinni aðeins eitt stig eftir 5-1 skell gegn ÍBV í Grafarvoginum í kvöld. Úlfur Arnar Jökulsson þjálfari Fjölnis hafði þetta að segja eftir leik:
Lestu um leikinn: Fjölnir 1 - 5 ÍBV
„Þegur ekkert gengur upp hjá öðru liðinu en allt hjá hinu liðinu getur leikurinn endað svona. Það er það sem gerðist hérna í dag. Þetta er algjört stórslys en við verðum samt að læra af þessu," segir Úlfur.
„Fyrsta markið er bara eitthvað, við missum boltann klaufalega á miðjunni og hann tekur skot frá miðju og þetta er eitthvað 'happening'. Svo erum við bara með þá í teskeið og fáum dauðafæri til að jafna. Svo koma þrjú mörk, úr hornspyrnu, innkasti og löngum bolta. Við erum eins og algjörir ræflar inn í okkar teig og það er gríðarlega úr karakter. Við erum búnir að vera frábærir í föstum leikatriðum í sumar."
„Það er rosalegur meðbyr með ÍBV og við verðum að þjappa okkur saman. Þó úrslitin séu slæm er þetta bara eitt tap, við verðum að ná að vinna okkur upp úr þessum dal sem við erum í núna. Úrslitin hafa ekki verið nægilega góð."
Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar ræðir Úlfur nánar um þá baráttu sem framundan er í deildinni.
Athugasemdir